Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Föstudagur, 22. september 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
September 2023
SMÞMFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:50 N 6 3°C
Laxárdalsh. 13:59 0 0°C
Vatnsskarð 13:59 0 0°C
Þverárfjall 13:59 0 0°C
Kjalarnes 13:59 0 0°C
Hafnarfjall 13:50 N 4 7°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
57. þáttur. Eftir Jón Torfason
10. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
09. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson, varaþingmanns Flokks fólksins í NV-kjördæmi
04. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2023

Senda Húnahorninu fréttaskot

N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
 Frá:   Til: 
Orðaleit:
 Birta   línur
Fyrri 1-15 16-30 af 67 Næstu 31-45
KlukkanDagsetningFrétt
07:14 14. sep. 2023   Nýr slökkviliðsstjóri tekinn til starfa í Húnaþingi vestra
Valur Freyr Halldórsson hefur tekið við starfi slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra. Valur hefur víðtæka reynslu af störfum sem slökkviliðsmaður og bráðaliði. Hann hefur lokið námi frá Sjúkraflutningaskólanum og Brunamálaskólanum og hefur löggildingu til að starfa sem sjúkraflutningamaður og slökkviliðsmaður. Auk þess hefur Valur lokið BS námi í hjúkrunarfræði og hefur löggildingu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
15:53 13. sep. 2023   Snáðinn rifjar upp gamlar minningar
Snáðinn, sonur apótekarans verður á Apótekarastofunni laugardaginn 16. september klukkan 16:00. Hann ætlar að rifja upp gamlar minningar og vonast til að hitta sem flesta sem áttu heima á Blönduósi og í nágrenni á ofanverðri síðustu öld. Snáðinn er "rithöfundarnafn" Guðmundar Helga Helgasonar. Innfyringar eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna. En það eru allir velkomnir.
15:49 13. sep. 2023   Blóðbankabíllinn á Blönduósi 20. september
Blóðbankabíllinn verður opinn fyrir blóðsöfnun á N1 planinu á Blönduósi miðvikudaginn 20. september næstkomandi frá klukkan 09:30-12:00. Blóðbankabíllinn er útibú frá Blóðbankanum og er í honum góð aðstaða til blóðsöfnunar. Bíllinn er bankanum afar mikilvægur til að nálgast nýja blóðgjafa og auðvelda virkum blóðgjöfum að gefa blóð.
11:22 13. sep. 2023   Ekkert gengur að slíta byggðasamlögum
Lítið sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt um að slíta byggðasamlögum um Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga og Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Húnabyggð óskaði eftir slitum á byggðasamlögunum fyrir tæpu ári síðan en áður höfðu öll aðildarsveitarfélögin samþykkt slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál. Málið var rætt á sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar í gær og lítur sveitarstjórnin þannig á málið að þau samningstilboð sem sett voru fram af Húnabyggð séu nú út af borðinu, enda hafi þeim ekki verið svarað.
09:25 13. sep. 2023   Ullarheimar - prjónakvöld og sýning
Á morgun, fimmtudaginn 14. september klukkan 19-22, verður prjónakvöld og sýning í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi. Boðið verður upp á hlýlega kvöldstund og fróðleik um ull á Ítalíu og Íslandi. Federica Valli kynnir Textíllabið Lottozero sem er á Toscana á Ítalíu og sýnd verða verk úr annarsflokks ull unnin hafa verið í Textíllabinu á Blönduósi og í Lottozero. Boðið verður upp á fordrykk og Krúttvagninn verður á staðnum og selur veitingar.
09:23 13. sep. 2023   Vill strangari lög og reglur um sjókvíaeldi
Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra og var málið til umræðu á sveitarstjórnarfundi í gær. Í bókun fundarins kemur fram að veiðst hafi um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám sé einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa.
16:02 12. sep. 2023   Dómsmálaráðherra heimsótti stofnanir á Norðurlandi vestra
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heimsótti nýverið sýslumann, lögreglu og héraðsdóm á Norðurlandi vestra. Á Blönduósi tók sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Birna Ágústsdóttir, á móti ráðherra og kynnti starfsemi sýslumannsembættisins. Auk þess að vera hefðbundið sýslumannsembætti sér embættið á Norðurlandi vestra meðal annars um innheimtu sekta og sakarkostnaðar fyrir landið allt og er starfsstöðin á Blönduósi sérstaklega mönnuð í samræmi við það.
14:13 12. sep. 2023   Fiskeldisfyrirtæki greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða veiðifélaga
Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Ráðið skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélög neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.
14:41 11. sep. 2023   Upplýsingaskilti sett upp á Borðeyri um ferðir vesturfara frá staðnum
Félagið Icelandic Roots færði Húnaþingi vestra nýverið upplýsingaskilti um ferðir vesturfara frá Borðeyri undir lok 19. aldar, ásamt trjáplöntum til að gróðursetja við Borðeyri. Á skiltinu koma fram upplýsingar um vesturfaratímabilið og trjáplönturnar eru tákn um „lifandi“ samstarf milli Íslendinga og Vestur-Íslendinga. Gjafirnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á Borðeyri og var viðstöddum í kjölfarið boðið til kaffis í Riis húsi. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
12:50 10. sep. 2023   Sæti í 2. deild í sjónmáli
Í gær var leikið í næst síðustu umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla og fór Kormákur Hvöt til Grenivíkur til að spila við Magna. Leikurinn byrjaði fjörlega og komust heimamenn yfir á 19. mínútu en það tók Moussa Ismael Sidibe Brou ekki nema tvær mínútur að skora fyrir Kormák Hvöt og jafna þar með leikinn. Tíu mínútum síðar komust gestirnir aftur yfir og hálfleikstölur 2-1.
09:39 09. sep. 2023   Eldislax úr Patreksfirði í húnvetnskum ám
Rekja má eldislaxa sem veiðst hafa m.a. í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá til sex hænga sem notaðir voru til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði haustið 2021. Tveir af þessum sex hængum voru einnig notaðir til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæði Arnarlax við Tjaldanes í Arnarfirði haustið 2021.
09:12 09. sep. 2023   Stærsta réttarhelgin
Fé er nú flest komið af fjalli og verður réttað víða um land um helgina sem er stærsta réttarhelgi ársins. Helstu fjárréttir í Húnavatnssýslum sem fram fara í dag eru Auðkúlurétt við Svínavatn, Hlíðarrétt/Bólstaðarhlíðarrétt í Svartárdal, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði, Undirfellsrétt í Vatnsdal, Víðidalstungurétt í Víðidal og Stafnsrétt í Svartárdal. Skrapatungurétt í Laxárdal og Sveinsstaðarétt fara fram á morgun. Veðurspáin er ágæt en líklegt að eitthvað rigni í dag en síður á morgun.
15:17 08. sep. 2023   Gripir með mótstöðu gegn riðu felldir
Niðurstöður úr arfgerðarsýnum sem tekin voru úr 669 gripum á Bergsstöðum í Miðfirði þegar fjárstofninn var skorinn niður fyrr á árinu sýna að níu kindur voru með T137 breytileikann, sem er talinn eitt dýrmætasta vopnið í baráttunni gegn riðu. Á Urriðaá, þar sem fé var jafnframt skorið niður, fundist sjö gripir með T137 og tugir gripa með aðrar mögulega verndandi arfgerðir. Sagt er frá þessu í Bændablaðinu. Elín Anna Skúladóttir, bóndi á Bergsstöðum, segir sárt að mikill fjöldi gripa með mótstöðu gegn riðu hafi verið felldir.
10:55 08. sep. 2023   Alvarlegt rútuslys sunnan við Blönduós
Rétt fyrir klukkan sex í morgun valt rúta, með á þriðja tug farþega, út af þjóðveginum við bæinn Brekku. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og fjórir með sjúkraflugi frá Akureyri. Þá voru einhverjir farþegar fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Rauði krossinn sá um að aðstoða þá sem voru minna slasaðir. Aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð Almannavarna voru virkjaðar eins og venja er þegar um hópslys er að ræða.
22:33 07. sep. 2023   Miðfjarðará yfir 1000 laxa
Veiði í Miðfjarðará er komin yfir 1000 laxa og er hún fimmta áin til að ná því marki í sumar. Í gærkvöldi höfðu veiðst 1.089 laxar í ánni en á sama tíma í fyrra voru þeir um 1290. Laxá á Ásum er komin í 579 veidda laxa sem er um 200 löxum færra en á sama tíma í fyrra. Víðidalsá er komin í 529 laxa, Blanda í 353, Vatnsdalsá í 314, Hrútafjarðará 112 og Svartá í 86. Veiðin er minni í öllum þessum ám miðað við á sama tíma í fyrra.
Fyrri 1-15 1 2 3 4 5 Næstu 31-45
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið