13:36 |
13. nóv. 2023 |
Jólamarkaður í Fellsborg 18. nóvember
Jólamarkaður verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá klukkan 13-17. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af gjafavöru, handverki og matvöru til sölu. Á vef Skagastrandar segir að frábær þátttaka verði í markaðnum í ár og meðal seljenda eru: |
13:31 |
13. nóv. 2023 |
Vilja aðstoða Grindvíkinga
Skagstrendingar vilja leggja sitt að mörkum til aðstoðar Grindvíkingum vegna þess alvarlega ástands sem þar ríkir vegna jarðhræringa. Á vef Skagastrandar er auglýst eftir lausu húsnæði á Skagaströnd og þau sem það eiga og vilja bjóða til afnota eru beðin um að skrá það hjá sveitarfélaginu. "Hugur okkar er hjá þeim og ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni," segir á vef Skagastrandar. |
20:35 |
10. nóv. 2023 |
Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu
Haldinn verður jólamarkaður í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember. Opið verður á föstudegi klukkan 16-20 og laugardag og sunnudag klukkan 14-18. Á markaðnum verður selt handverk úr héraði, alls kyns varningur sem tilvalinn er í jólapakkann og á meðal söluaðila er textíllistafólk, málarar, bakarar og aðrir listamenn. |
11:18 |
10. nóv. 2023 |
Áhugaleikfélög hafa ótvírætt gildi
Á þriðjudaginn bauð Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fulltrúum þeirra áhugaleikfélaga sem fengu styrk í ár frá ráðuneytinu til móttöku í Norræna húsinu. Þar á meðal var G. Eva Guðbjartsdóttir frá Leikfélagi Blönduóss en félagið hlaut styrk fyrir uppsetningu á leikritinu Dýrið og Blíða. Lilja hélt stutta tölu þar sem hún kom inn á ótvírætt gildi þess starfs sem áhugaleikfélögin sinna um land allt ekki bara menningarlega heldur ekki síður félagslega. |
17:21 |
09. nóv. 2023 |
Gefa á út aðventudagatal í Húnabyggð
Húnabyggð ætlar að gefa út aðventudagatal þar sem tíunduð er dagskrá þjónustuaðila í sveitarfélaginu, kirkna, félaga, safna og skóla, sem og tónleikahald sem fram fer, jólamarkaði, jólahlaðborð og fleira. Félög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem standa fyrir viðburðum og þjónustu í Húnabyggð um aðventuna og fram yfir áramót geta sent inn upplýsingar til menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir mánudaginn 20. nóvember næstkomandi. |
14:31 |
08. nóv. 2023 |
Skrifstofur Sýslumannsins á Norðurlandi vestra lokaðar dagana 17. og 20. nóvember
Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 17. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. |
13:57 |
08. nóv. 2023 |
Auglýst eftir hugmyndum um áhersluverkefni
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2024. Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru ekki beinir verkefnastyrkir heldur er um að ræða verkefni sem unnin eru af SSNV eða öðrum þeim sem SSNV felur framkvæmd þeirra. Hægt er að senda hugmyndir í gegnum rafrænt form fyrir 1. desember næstkomandi. Ekki er tekið við hugmyndum eftir öðrum leiðum eða eftir þann tíma. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um áhersluverkefni liggi fyrir í janúar á næsta ári. |
09:30 |
08. nóv. 2023 |
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi
Haustfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember 2023, klukkan 15.00, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Sagt verður frá félagsstarfinu og kynnt næsta sumarferð félagsins. Einnig kynnt heimsókn til Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra þann 21. nóvember næstkomandi sem verður nánar auglýst síðar. |
13:08 |
07. nóv. 2023 |
Fákar og fólk í Félagsheimilinu á Blönduósi
Á fimmtudaginn, 9. nóvember, verður heimildarmyndin Fákar og fólk eftir Örn Inga sýnd í bíósalnum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Myndin er um smölun í Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungu. Sú ferð sem er kvikmynduð var farin í september árið 2008. Tónlistin í myndinni er eftir Húnvetningana Benedikt Blöndal Lárusson, Hauk Ásgeirsson og Skarphéðinn H. Einarsson. Sýningin hefst klukkan 16:30 en húsið opnar klukkan 16:00. Allir eru velkomnir. |
09:56 |
07. nóv. 2023 |
Efla íþróttastarf á landsvísu
Stjórnvöld, sambandsaðilar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélag Íslands stefna á að setja á laggirnar átta starfsstöðvar á landsvísu sem munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins. Horft verður til samlegðaráhrifa við svæðisskipt verkefni ríkis og sveitarfélaga eins og skólaþjónustu, farsæld barna og æskulýðsstarfs. Markmiðið er að efla íþróttahéruðin og nær breytingin til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um land allt. |
19:57 |
06. nóv. 2023 |
Bólusetningar haustið 2023
Tilkynning frá HSN
Bólusett verður gegn inflúensu og covid á heilsugæslustöðinn á Blönduósi og heilsugæslustöðinni á Skagaströnd dagana 8. og 11. nóvember n.k. |
16:13 |
06. nóv. 2023 |
Klippt á borða við gatnamót tveggja nýrra vega í Refasveit að viðstöddu fjölmenni
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega í dag nýjan Þverárfjallsveg, nýjan kafla á Skagastrandarvegi og nýja, tvíbreiða brú yfir Laxá í Refasveit. Klippt var á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandavegar að viðstöddu fjölmenni. Heildarvegalengd nýrra vega og brúar er um 11,8 km en einnig voru byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd. |
14:12 |
06. nóv. 2023 |
Styrkumsóknum til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fjölgaði um 5%
Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra bárust 103 umsóknir um styrki fyrir árið 2024 en umsóknarfrestur rann út 1. nóvember síðastliðinn. Umsóknir nú eru 5% fleiri en í fyrra. Óskað var eftir rúmum 221 milljón króna en til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir. Umsóknirnar fara nú til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðsins. Stefnt er að svörum til umsækjenda um mánaðarmótin nóvember/desember 2023, að því er fram kemur á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. |
14:03 |
06. nóv. 2023 |
Fjölmennt á minningartónleikum á Hvammstanga
Minningartónleikar um Skúla Einarsson á Tannstaðabakka voru haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga 21. október síðastliðinn. Um 230 manns mættu á tónleikana og þar af 45 manns sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti s.s. söngfólk, hljóðfæraleikarar, miðasölu- og veitingastarfsmenn, tæknimenn og kynnar. Guðmundur Grétar Magnússon og Marinó Björnsson höfðu veg og vanda að tónleikunum í samráði við Ólöfu Ólafsdóttur ekkju Skúla og börn þeirra. |
15:34 |
04. nóv. 2023 |
Formleg opnun tveggja nýrra vega og brúar
Á mánudaginn, 6. nóvember klukkan 14:30, munu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opna formlega Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Klippt verður á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar. Framkvæmdir við nýju vegamannvirkin hófust haustið 2021 og voru áætluð verklok í nóvember 2023. Umferð var hleypt á nýja veginn í síðasta mánuði og undanfarið hefur verið unnið að frágangi. |