Fyrri mynd
Næsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:04 0 0°C
Laxárdalsh. 01:04 0 0°C
Vatnsskarð 01:04 0 0°C
Þverárfjall 01:04 0 0°C
Kjalarnes 01:04 0 0°C
Hafnarfjall 01:04 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024

Senda Húnahorninu fréttaskot

N 65° 39' 32.04" V 20° 16' 55.2"
 Frá:   Til: 
Orðaleit:
 Birta   línur
Fyrri 46-60 61-74 af 74  
KlukkanDagsetningFrétt
21:29 31. okt. 2022   Syndum - Landsátak í sundi
Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands stendur fyrir er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma í fyrra og var þátttakan þá gríðarlega góð, en alls syntu landsmenn 11,6 hringi í kringum landið.
14:17 31. okt. 2022   Hrekkjavakan er í dag
Það fer víst ekki fram hjá neinum að í dag er Hrekkjavaka. Á Skagaströnd kallast hún Skaggavaka og klukkan 16 í dag munu börn fara í hús og sníkja nammi. Þeir sem vilja taka þátt geta skreytt eða sett kerti fyrir utan hjá sér til að börnin viti að þau séu velkomin. Klukkan 18-20 verður draugahús í Félagsmiðstöðinni og draugasögur í Spákonuhofi. Í Félagsmiðstöðinni Skjólinu á Blönduósi verður líka draugahús og eru allir íbúar Húnabyggðar boðnir velkomnir að kíkja í heimsókn. Opið verður klukkan 18-19.
13:33 30. okt. 2022   Fjölþjóðleg vinnustofa á Blönduósi
Í liðinni viku tók Textílmiðstöðin á Blönduósi á móti samstarfsaðilum sínum í evrópska rannsóknarverkefninu Centrinno og komu þeir meðal annars frá Barcelona, Amsterdam og Genf, auk Háskóla Íslands. Þá var fundað á sama tíma í París og Mílanó. Vinnustofan sem haldin var fjallaði um uppbyggingu Textílmiðstöðvarinnar sem miðstöð sköpunar og vettvangs þar sem fólk deilir þekkingu og kunnáttu og hefur tækifæri til að rannsaka og þróa textíl í víðu samhengi.
18:30 29. okt. 2022   Garðfuglakönnun fyrir alla
Hin árlega garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst á morgun, sunnudaginn 30. október. Tilgangur hennar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi.
23:28 28. okt. 2022   Félagsgjöld félaga í Umf. Hvöt
Tilkynning frá aðalstjórn Umf. Hvatar
Ungmennafélagið Hvöt hefur hafið innheimtu á hóflegum félagsgjöldum í samræmi við ákvörðun aukaaðalfundar félagsins þann 17. október sl.
13:44 28. okt. 2022   Lögreglan tekur í notkun færanlega hraðamyndavél
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur tekið í notkun færanlega hraðamyndavél. Með henni er hægt að að taka myndi af öllum þeim sem fara framhjá án þess að þurfa að hafa sérstök afskipti af ökumönnum eins og gert hefur verið hingað til. Þá munu þeir sem brjóta af sér fá send sektarboð líkt og gerist þegar ökumenn eru gripnir með hraðamyndavélum. Sagt er frá þessu á vef Feykis.
11:47 28. okt. 2022   Stærsta grisjun á Norðurlandi hingað til
Grisjunarflokkur skógarhöggsmanna af sex þjóðernum hefur unnið í október að fyrstu grisjun skógar að Hamri á Bakásum í Húnabyggð. Á vef Skógræktarinnar segir að þetta sé líklega stærsta einstaka grisjunarverkefni sem ráðist hefur verið í hjá norðlenskum skógarbændum. Johan Holst, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar í Húnavatnssýslum, skipulagði verkið og stýrði því.
10:56 28. okt. 2022   Bólusetning fyrir börn 5-15 ára vegna Covid-19
Tilkynning frá HSN
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 verður boðið upp á bólusetningu fyrir börn 5-15 ára sem ekki hafa lokið grunnbólusetningu gegn Covid-19.
10:54 28. okt. 2022   Háls-, nef og eyrnalæknir á HSN á Blönduósi
Tilkynning frá HSN
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
11:34 27. okt. 2022   Gamla læknishúsið og gamli spítalinn fengið andlitsupplyftingu
Gamla læknishúsið á Aðalgötu 5 og gamli spítalinn á Aðalgötu 7 á Blönduósi hafa fengið andlitsupplyftingu. Húsið á Aðalgötu 5 var reist árið 1903 sem læknisbústaður og húsið á Aðalgötu 7 var byggt árin 1922-23 sem sjúkraskýli. Búið er að skipta um klæðningu á húsunum og hefur ásýnd þeirra breyst töluvert. Til fróðleiks þá var Skáksamband Íslands stofnað á Aðalgötu 5 árið 1925.
09:40 27. okt. 2022   Sýningin Exploring í Íþróttamiðstöðinni
Exploring er sýning textíllistafólks og nema Textílakademíunnar sem haldin er 25.-29. október í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Sýningin stendur yfir á meðan húsið er opið. Listamennirnir eru: Alberte H. Bojesen, Danmörk, Alice Sowa, Belgía, Ariane Lugeon, Swiss, Carol Robertson, Kanada, Emma Shannon, Bretland, Louise Massacrier, Frakkland, Lovisa Axen, Sviþjóð, Marcy Petit, Frakkland og Margrét Katrín Guttormsdóttir, Ísland.
15:51 25. okt. 2022   Vortónleikar í Hvammstangakirkju
Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra blæs til „Vortónleika“ í Hvammstangakirkju sunnudaginn 30. október klukkan 20-22. Í tilkynningu frá kórnum segir að eftir æfingar, með ýmsum hléum, síðustu tvo vetur blási kórinn nú loks til tónleika. Þeir verði með vorlegu yfirbragði enda veðráttan með eindæmum góð þessa dagana. Á efniskrá eru létt lög sem mörg tengjast vorinu í sálum kórfélaga.
14:12 24. okt. 2022   Æfingar fyrir eldri borgara á Hvammstanga
Í nóvember verður boðið upp á æfingar fyrir eldri borgara í þrektækjasal Íþróttamiðstöðvar á Hvammstanga undir leiðsögn Sigurbjargar Jóhannesdóttur, íþróttakennara. Boðið verður upp á fjögur skipti, 4., 9., 18. og 23. nóvember og verða æfingarnar klukkan 11-12.
14:07 24. okt. 2022   Opið hús í Höfðaskóla á miðvikudaginn
Á miðvikudaginn klukkan 16-18 verður opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd þar sem nemendur ætla að taka á móti gestum og kynna ýmislegt er snýr að tæknikennslu. Hægt verður að skoða hin ýmsu smáforrit, tæknidót og heimasíður sem nemendur eru að nota í námi sínu. Nemendur í 10. bekk verða með Vilko vöfflur og kaffi eða djús til sölu á 500 krónur og er það hluti af fjáröflun þeirra vegna fyrirhugaðs skólaferðalags næsta vor.
Fyrri 46-60 1 2 3 4 5  
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið