Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum.

Lausar stöður

  • Bókhald fyrir græna framtíð

    Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Í þeirri vegferð leggjum við allt kapp á að fara áfram vel með þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Við leitum að liðsinni í því verkefni og auglýsum eftir bókara til að starfa í deild reikningshalds. Sameiginlegt verkefni deildarinnar er að styðja við vegferð Landsvirkjunar og felur í sér samvinnu við starfsfólk þvert á fyrirtækið.

    Eitt af verkefnum deildarinnar er að þróa notkun nýs bókhaldskerfis og opna þar fyrir spennandi og skemmtileg tækifæri.   

    Helstu verkefni og ábyrgð:

    • almenn bókhaldsstörf
    • þróun á notkun bókhaldskerfisins D365F
    • þróun og sjálfvirknivæðing á stafrænum ferlum
    • önnur tilfallandi verkefni

    Hæfni og reynsla:

    • menntun sem nýtist í starfi
    • þekking og reynsla af færslu bókhalds er skilyrði
    • áhugi á tækni og stafrænni þróun
    • góð samskiptahæfni, þjónustulund og ánægja af teymisvinnu
    • skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 11.04.2024
    • Umsóknarfrestur til: 21.04.2024
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Ertu með náðargáfu og menntun í matreiðslu?

    Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til að matreiða bragðgóðan mat í mötuneytinu okkar, Lóninu. Þar starfar einvala lið fagfólks sem leggur metnað í að reiða fram hollan og fjölbreyttan mat úr gæðahráefnum, enda skiptir heilsa og vellíðan starfsfólks Landsvirkjun miklu máli. Starfið heyrir undir yfirmatreiðslumeistara mötuneytisins.

    Helstu verkefni og ábyrgð:

    • undirbúningur og framreiðsla máltíða starfsfólks
    • umsjón með innkaupum og birgðahaldi í samstarfi við yfirmatreiðslumeistara
    • aðstoð við matseðlagerð og þátttaka í rekstri mötuneytis
    • þjónusta vegna funda og viðburða innan fyrirtækisins
    • önnur tilfallandi störf

    Hæfni og reynsla:

    • menntun á sviði matreiðslu, sveinspróf að lágmarki
    • góð þekking og áhugi á hollu og næringarríku fæði ásamt nýjungum í matargerð
    • lipurð í mannlegum samskiptum
    • sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
    • snyrtimennska og frumkvæði

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 11.04.2024
    • Umsóknarfrestur til: 28.04.2024
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

    • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2024
    • Umsóknarfrestur til: 31.12.2024
    • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.