08:28 |
14. jan. 2021 |
Nýtt upphaf
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Þá hefur árið 2020 sem margir horfðu með eftirvæntingu til hvatt okkur og er horfið í aldanna skaut. Heilt yfir reyndist árið heimsbyggðinni þungt í skauti enda rústaði veiran illræmda, Covid 19, lífi fjölda fólks og skók heimsbyggðina með illþyrmandi hætti. |
09:50 |
13. jan. 2021 |
Pétur Ásmundsson Brekkan
Eftir Friðrik Á. Brekkan
Þessi minningarorð ritaði ég árið 1997 þegar 100 ár voru frá fæðingu Péturs Ásmundssonar Brekkan. Á þessu ári eru liðin 124 ár frá fæðingu Péturs: Þess verður minnst nú um helgina í Húnavatnssýslu, á Brekkulæk og víðar, að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Péturs Ásmundssonar Brekkan og af því tilefni hef ég tekið saman þessi fátæklegu brot. |
18:10 |
07. jan. 2021 |
Um Dalkots-Láka
Eftir Friðrik Á Brekkan
Eftirfarandi frásögn er eftir afa minn og nafna Friðrik Ásmundsson Brekkan frá Ytri Reykjum og Brekkulæk. Friðrik var fæddur árið 1888. Í dalverpi einu í Vatnsnesfjalli í vestanvert við Þrælafell hefir mér verið sagt er tjörn eða vatn, sem kallast Grákollutjörn. Sagt er að frá vissum stöðum í nágrenni tjarnarinnar sjáist þar tveir svartir eða svartgráir fuglar á sundi, en jafnan eru þeir horfnir er betur er aðgætt. |
10:54 |
07. jan. 2021 |
Ótrúlegt sinnuleysi Vegagerðarinnar á Skagaströnd
Eftir Ólaf Bernódusson
Gegnum Skagaströnd liggur þjóðvegur í þéttbýli. Viðhald slíkra vega er að sjálfsögðu í höndum Vegagerðarinnar, þar með talin lýsing vegarins. Á þessari leið eru í dag 52 ljósastaurar en frá því í haust hafa 14 þeirra verið ljóslausir eða 25% stauranna yfir myrkasta tíma ársins.
Íbúar á Skagaströnd eru mjög óánægðir með þetta því ljósleysið getur verið beinlínis hættulegt á þessari fjölförnustu leið þorpsins, sérstaklega í vondu veðri og skafrenningi. |
09:20 |
04. jan. 2021 |
Sögukorn: Að draga sagnaviði á land
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Félag merkir eftir orðanna hljóðan að hafa saman sjóð, leggja saman fé sitt, félagar stefna að sama marki, setja sér sömu reglur eftir sem þeir ákveða og skrifa á bók. Þá er komin skráning, reglan hefur verið skráð sem hefur verið mikils metið allt frá því Hafliðaskrá var gerð á Breiðabólstað í Vesturhópi 1117-1118. |
11:38 |
01. jan. 2021 |
Til ama - eða til frama
Eftir Friðrik Á Brekkan
Eftirfarandi frásögn var tekin saman af afa mínum og nafna Friðriki Ásmundssyni Brekkan sem fæddist árið 1888 á Ytri Reykjum en ólst upp að hluta á Brekkulæk í Miðfirði. Hann tók sér ættarnafnið Brekkan, grundvallað á Brekkulækjarnafninu: Um miðja nítjándu öld bjó Benedikt Einarsson smáskammtalæknir í Hnausakoti í Miðfirði, Benedikt var ekki efnaður, en þó meira metinn en bændur almennt, vinsæll og ráðhollur. |
10:46 |
30. des. 2020 |
Stökuspjall: Allur heimur dáir þig!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Eitt helblátt strik með punkta og prik á pappírinn hlykkjótt sett. Stökk og hik og hlaup og ryk. Og hér er sagan rétt. Með ljóðelskum náungum lifði ég glatt og lífið af reynslunni þekki.
Ég hefði nú kosið að segja þér satt en samviskan leyfir það ekki. Hér er Kristján Júlíus/Káinn f. 1859 að ríma svar sitt til Thórstínu Sigríðar Jockson sem bað skáldið um æviágrip, en hann spurði hana á móti: |
10:53 |
21. des. 2020 |
Guð gefi okkur öllum sinn frið
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Í Jóhannesarguðspjalli Nýja testamentisins má m.a. finna eftirfarandi orð:
"Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann." |
10:27 |
18. des. 2020 |
Jólakveðjur frá Textílmiðstöðinni
Nú þegar landsmenn prýða heimili sín, gjarnan með útsaumuðum jóladúkum fögnum við í Textílmiðstöðinni meðbyrnum sem okkar áherslur á textílinn hafa hlotið.
Árið 2020 er búið að vera erfitt ár fyrir okkur öll, en við hjá Textílmiðstöðinni erum að reyna að gera það besta úr aðstæðunum og halda okkur striki.
Vel hefur fiskast í hinum ýmsu sjóðum og hefur starfsemin aflað á annað hundrað milljónir í ýmis verkefni. |
14:15 |
14. des. 2020 |
Stökuspjall - Þau undur!
Og manstu þegar maður, með gullkross á baki, sneri sér að okkur og söng, drottinn sé með yður, hvernig ég skimandi, um allt hið mikla hús, greip í skúfinn þinn og stundi
hvar er guð? Segir Jóhannes úr Kötlum, Dalamaðurinn og rifjar upp bernskujól sín og kirkjuferð, kannski þá fyrstu á ævinni. |
09:56 |
30. nóv. 2020 |
Stökuspjall: Flaumurinn stríði - framaborg
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Jökulelfan í Langadal á sitt skáld í Brynleifi lækni, sem orti magnað ljóð um Blöndu og skírði auk þess barn sitt nafni fljótsins: Hver þín alda var óskadraumur, hver ógn mitt vald og sorg,
hvert þitt gjálpur minn gleðiflaumur, mín gæfa og framaborg. En annað skáld ólst upp við eyrar Blöndu og orti um starengi og árniðinn, bjó á Akureyri, þar var Guðm. Frímann frá Hvammi. Frammi í sjálfum Blöndudalnum bjó þriðja skáldið og orti um drangana inn við Blöndugil og heiðalöndin sem árnar falla um til að safnast jökulflaumnum. |
08:16 |
29. nóv. 2020 |
Andi jólanna
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Biðjum fyrir þeim sem syrgja og sakna um þessi jól. Guð gefi að við getum orðið einhverjum slíkum farvegur kærleika og friðar, faðmur, öxl og skjól. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Þannig eru jólin. Þau tengja okkur í gleði og sorg. Allt snýst um að gera jólin að tilhlökkunarefni, eftirsóknarverð, spennandi og heilög. Minningarnar lifa. Tengja fortíð við nútíð og framtíð. Á svo undraverðan og undursamlegan hátt sem þú sást ekki fyrir en mátt upplifa, njóta og takast á við hverju sinni. Ár eftir ár. |
08:56 |
27. nóv. 2020 |
Ungmenni, hreyfing og lýðheilsuhallir
Eftir Guðjón S. Brjánsson
Á Covid tímum er sannarlega ástæða til að beina athyglinni að málefnum barna og ungmenna. Mikilvægt er að gefa því gaum hvernig þessi hópur í samfélaginu tekst á við gjörbreyttar og óvæntar aðstæður og leita leiða til að draga úr áhrifum og afleiðingum af skertu frelsi og jafnvel einangrun. |
08:26 |
26. nóv. 2020 |
Dýrmætur lykill
Sigurbjörn Þorkelsson
Þökk sé þér Guð, fyrir bænina. Það er svo óendanlega friðgefandi, djúpt og svalandi að hvíla í bæninni og opna þannig glugga til að létta á sér við þann sem þekkir okkur best, elskar okkur mest og hefur skilning á stöðu okkar og þörfum. Bænin er svo dýrmætur og dásamlegur lykill að friði og jafnvægi í huga og hjarta. Bænin kallar eftir og eflir samstöðu. Reynslan sýnir að það verður allt eitthvað svo miklu betra með bæninni. |
11:08 |
23. nóv. 2020 |
Stökuspjall: Ljóðasnekkjan - töfraskip
Læknir Húnvetninga, Páll Kolka, var orðsnjall og fróður eins og birtist þeim sem lesa ljóðabækur hans eða héraðssöguna Föðurtún, fróðleik og myndir úr heimahéraði, kryddað með svipleiftrum af nafnkenndum Húnvetningum, vísum og sögubrotum. Hann gaf út ljóðabækurnar Hnitbjörg 1936, Ströndina 1940 og ljóðaflokkinn Landvættir 1952. Ennfremur leikritið Gissur jarl. |