Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 30. maí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Október 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:05 0 0°C
Laxárdalsh. 01:05 0 0°C
Vatnsskarð 01:05 0 0°C
Þverárfjall 01:05 0 0°C
Kjalarnes 01:05 0 0°C
Hafnarfjall 01:05 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
19. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
17. maí 2024
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. maí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. maí 2024
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. apríl 2024

Senda Húnahorninu pistil í tölvupósti

N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
 Frá:   Til: 
Orðaleit:
 Birta   línur
  1-15 af 15  
KlukkanDagsetningFrétt
10:18 20. maí 2024   Þættir úr sögu sveitar: Hjaltabakkakirkja
75. þáttur. Eftir Jón Torfason
Hjaltabakkaprestakall var með fátækari brauðum í landinu, a.m.k. það tekjurýrasta í Húnaþingi, þótt ekki munaði að vísu miklu. Sóknin var hins vegar lítil, taldi aðeins 11-13 bæi (eftir því hvort Hjaltabakkakot og Klifakot eru talin með), þannig að ætla má að skyldur prestsins hafi ekki verið ýkja mæðusamar. Að vísu var prestssetrið á sóknarenda, eða réttara sagt, í norðvesturhorni sóknarinnar, en engar verulegar torfærur voru á leiðum milli bæja, þótt Laxá hafi stundum orðið skeinusöm vegfarendum að vetrarlagi.
21:51 19. maí 2024   Bæn á hvítasunnu og alla aðra daga
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Kæri frelsari heimsins, Jesús Kristur! Anda þú á mig þínum heilaga góða anda sem minnir mig á hver ég er og hver þú ert. Já, andanum þínum sem fær mig til að lifa í voninni. Takk fyrir kirkjuna þína sem stofnuð var á hvítasunnudag. Blessaðu hana og öll þín börn. Þakka þér fyrir að vakir yfir hjörð þinni dag og nótt og yfirgefa okkur aldrei. Þú veitir okkur þrek og styrkir okkur til sérhvers góðs verks, frá degi til dags, með þínum heilaga anda.
11:27 17. maí 2024   Sögukorn: Upp klasar til sólar!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
„Napóleon var allur í C-dúr", sagði norska skáldið Alexander Kielland um hann, „án béa og krossa og moll er honum fráleitur." Tónsvið Beethovens var ólíkt víðfeðmara og litríkara hvað sálarlíf snerti, en um leið skeikulla. Er Napóleon, eftir tuttugu ára styrjaldir, loks lá sigraður í fjötrum 1815 og sameinuðu einvaldsríkin héldu sigurhátíð í Vínarborg, sem bæði fræg og forsmáð var í sögunni, var Beethoven dýrkaður sem þjóðhetja, enda söng hann þar Wellington fursta.
17:30 09. maí 2024   Þættir úr sögu sveitar: Jón Gíslason niðursetningur á Tindum
74. þáttur. Eftir Jón Torfason
Umræða um þennan mann gæti svo sem átt heima hvar sem er í þessum pistlum en tilheyrir að nokkru Köldukinnarþáttunum því Filippía Jónsdóttir kemur nokkuð við sögu. Eins langt og heimildir ná var umönnun þeirra sem stöðu höllum fæti eitt helsta verkefni samfélagsins og í Grágás eru ákvæði um framfærslu þurfamanna, vegna heilsuleysis og elli, slysa eða dauðsfalla, þ.e. munaðarlausra barna, öryrkja og gamalmenna.
10:35 07. maí 2024   Í huga Guðs ert þú eilífðar verðmæti
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Í augum Guðs ert þú ekki mistök. Ekki einhver lítils verður fánýtur einstaklingur eða eins og hvert annað óhapp, misheppnaður aðskotahlutur eða slys. Heldur eilífðar verðmæti. Þú ert eins og ljóð sem hann hefur ort og er að yrkja með þér frá degi til dags. Ástarljóð, óður til lífsins. Ljóð sem ætlað er að bera birtu og yl inn í aðstæður þeirra sem á vegi þínum verða. Já, allra þeirra sem þarf að uppörva og herða.
13:36 06. maí 2024   Sögukorn: Fundur á nóni miðvikudaginn 8. maí í Safninu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Kornin atarna eiga að minna okkur á aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings kl. 15 á miðvikudaginn í Bóka- og héraðsskjalasafninu Blönduósi. En hér koma þó við sögu, Fjallaskáld og Þórunn sagnfræðingur og rithöfundur sem hefur nýlega skrifað bókina Bærinn brennur um bæjarbruna og morð á Illugastöðum 1828.
15:36 02. maí 2024   Stökuspjall: Fjóla og músareyra
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Áttræður með ellibrag / elds við sterkan hita. Ljái tvo ég lamdi í dag / ​löðrandi í svita. Fallega Guðný fötin sker / fagrir saumar prýða / en stakkinn handa sjálfri sér / sú kann ekki að sníða. Sigurður í Jörva orti um Guðnýju ljósmóður sem var líka ágætur klæðskeri, en þá fyrri um sig sjálfan. Sigurður Helgason er ekki öðrum líkur, neyðarlegur í vísum sín, hefur kannski ekki verið þjáll í sambúð, en þessa vísu orti hann, þegar hann flutti frá konu sinni á Fitjum:
14:31 29. apr. 2024   Að fá að hvíla í undri bænarinnar
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Á ævigöngunni hvort sem það er nú í gleði eða sorg eða bara þegar við mögulega kunnum að sigla einhvern lygnan sjó um stutta stund, þá er það mín reynsla að ekkert sé dýrmætara og betra en að fá að hvíla í mætti og undri andans heilaga og góða og bænarinnar. Því þótt yfir mig fenni aða ég verði undir fargi vonbrigða og volæðis, þá bið ég þess að kærleikur þinn, góði Jesús, mér bjargi nú og um alla framtíð, líkt og fyrri daginn.
09:25 29. apr. 2024   Sögukorn: Þegar hrunið dundi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Nú birtist Þröstur og við sem lesið höfum sr. Árna og Þórberg erum æ síðan ginnkeypt fyrir góðum ævisögum, síðast varð ég upptekinn af ævisögu sr. Sigurjóns úr Arnarfirðinum, eftir sumarferð Húnvetninga vestur 2023, Undir hamrastáli heitir hún sú góða bók eða eitthvað í þá áttina. En nú er komin ný bók, nýsamin af Þresti, ekki bara ævisaga, líka landssaga, þjóðarsaga og spurningin vaknar, er hún heiðarleg? Jú, það sést á þættinum um soninn Eilíf Örn og fleiri, málfarið er skínandi gott og víða frumlegt
16:59 20. apr. 2024   Þættir úr sögu sveitar: Margrét á Hóli skrifar bréf
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
11:58 20. apr. 2024   Sögukorn: Hin örugga vorsókn birtunnar
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
17:16 14. apr. 2024   Sögukorn: Ég skal vaka
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
16:15 13. apr. 2024   List á ferð / Art travels
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
13:57 10. apr. 2024   Stökuspjall: Kominn af hafi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Láttu smátt, en hyggðu hátt / heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt / mæltu fátt og hlæðu lágt (Einar Benediktsson). Tvö við undum túni á. Tárin dundu af hvarmi. Mig lét hrundin haukleg þá / hvítum bundin armi (Kristján Jónsson Fjallaskáld). Bíddu rótt, sé boðið ótt, / blekktist fljótt, sá gladdist skjótt. Gráttu hljótt, því þor og þrótt / í þunga nótt hefur margur sótt (EB). Einn ég gleðst og einn ég hlæ / er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ / unaðsdrauma minna (KJ).
17:45 07. apr. 2024   Sögukorn: Að eiga rétt en ekki skyldur
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Jón og Jónas eru nánast aðalnöfnin úr húnvetnsku ættinni minni/IHJ, af nánast tilviljun tók ég bækur eftir nafna þeirra - óskylda mér - á safninu/Selfossi fim. 5. apr., annan kennara, Strandamann og skólabróður úr MA á Akureyri en hinn úr Borginni, læknisson, feiminn en ritfúsan, með norðlenska grósku, hét Jónas, tókst á hendur blaðamennsku af mikilli einurð og atorku og á rætur við norðurflóann eins og Jón Hjartarson, sem uppalinn er í Kollafirði á Ströndum.
   
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið