17:16 |
29. nóv. 2023 |
Sögukorn frá Ágústi á Hofi II
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Mannlýsingar Ágústs eru skemmtilestur og að fylgjast með ályktunum þessa gróna Vatnsdælings, sem segir frá Jóel langafa sínum í Saurbæ, hvernig móðir Jóels hafi sent hann í vinnumennsku vestur í Melrakkadal, vissi þar um tvær systur, sem taldar voru góð konuefni. Og önnur þeirra varð kona Jóels Jóelssonar. |
13:10 |
27. nóv. 2023 |
Sögukorn frá Ágústi á Hofi I
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Þegar ég fór í fyrstu göngurnar tólf ára, var Lárus í Grímstungu einnig með í för, lítið eitt eldri en ég og hann mun þá þegar hafa farið nokkrum sinnum í göngur á heiðarnar því að Björn Eysteinsson, faðir hans, var ekki hlífinn við syni sína. Björn hafði eitt sinn ungan dreng með sér í göngur og sagði að þeir saman væru sem tveir menn fullgildir og mun það hafa verið látið gott heita, þótt öðrum væri ekki þolað slíkt. |
09:28 |
21. nóv. 2023 |
Sögukorn: Lengi bíði Pétur!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Foreldrar Sigurðar dýralæknis Sigurðarsonar hófu búskap á Sigurðarstöðum í Bárðardal 1936: Þau voru full af lífþrótti, samhent og listfeng. Faðir hans var áhugasamur um margt, sem var óvenjulegt til sveita á þeim árum. Hann smíðaði gróðurhús og ræktaði þar tómata, sem voru smáir eins og kirsuberjatómatar sem nú fást og þóttu mikið hnossgæti. Hann kom upp trjágróðri í hlíðinni fyrir ofan. |
14:22 |
18. nóv. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Hurðarbak á Miðásum
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
Hurðarbak taldist 20 hundraða jörð að fornu og er lýst svo í jarðamati 1849: Túnið mestpart þýft en grasgefið, fremur raklent, fóðrar vel 2 1/2 kú, ekki fullar 3 kýr. Slægjur eigi mjög litlar en reytingslegar, nærtækar en votar og heyslæmar. Sumarhagar kjarngóðir í meðallagi og allir samanhangandi graslendi, fremur þröngir en hægir og notagóðir. Vetrarbeit hæg og kjarngóð og nær lengi til hennar, þó eigi sé hún óbrigðul. |
11:57 |
11. nóv. 2023 |
Sögukorn Lopapeysa á Laxárdal 1920
Ingi Heiðmar Jónsson
Elín Kristín Guðmundsdóttir/síðar Snæhólm hafði kynnst fjölskyldu ættaðri úr Húnavatnssýslu, kom vestan af Ísafirði, en það hafði orðið kært með henni og þessari fjölskyldu og ættingjar fyrir norðan höfðu skrifað vestur og beðið að útvega sér tvær kaupakonur að vestan - því það orð lá á að stúlkur að vestan væru sérlega duglegar. |
13:40 |
08. nóv. 2023 |
Með eld í sál
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Þegar við verðum fyrir vonbrigðum, eigum í erfiðleikum, skiljum ekki og skortir svör við gráum og dökkum gátum tilverunnar. Og þegar við finnum til vanmáttar og upplifum okkur eitthvað svo varnarlaus og komum því ekki í orð sem við vildum segja. Þá er svo ómetanlega gott að finna fyrir raunverulegri vináttu og finna samkenndina um sig streyma. |
13:03 |
06. nóv. 2023 |
Lagning bundins slitlags á Blönduósflugvöll
Eftir Bjarna Jónsson
Blönduósflugvöllur gegnir lykilhlutverki sem sjúkraflugvöllur fyrir íbúa í Húnavatnssýslum og þann fjölda vegfarenda sem þar ferðast um. Öll vitum við að tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu skiptir miklu fyrir búsetuöryggi. Þar er öruggt sjúkraflug órjúfanlegur þáttur. Þrátt fyrir þá staðreynd, hafa árin verið látin líða eitt af öðru án þess að bundið slitlag hafi verið lagt á Blönduósflugvöll, eða það verið á meðal forgangsverkefna samgönguyfirvalda og er ekki að finna marga jafn mikilvæga flugvelli sem gegna sjúkraflugi á landinu sem eru ekki með bundið slitlag á yfirborðinu. |
15:06 |
04. nóv. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Halldóra Sigurðardóttir í Meðalheimi
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
Langa-langa- langa-amma mín Halldóra Sigurðardóttir hefur á fullorðinsárum átt heima á tveimur bæjum. Í æsku virðist hafa verið talsverður þvælingur á föður hennar, Sigurði Jónssyni Jónssonar harða bónda, svo sennilega hefur hún nokkuð víða átt heima á yngri árum. En hún er komin að Sauðanesi 1788 og dvelur þar þangað til hún verður húsfreyja í Meðalheimi þar sem hún bjó til æviloka 1819. |
13:08 |
02. nóv. 2023 |
Sögukorn: Fyrir vestan Bjarg og Skor
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Mömmu var ákaflega minnisstæður veturinn 1918-19 þegar spænska veikin herjaði í bænum. Hún veiktist aldrei en var í hópi þess hjálparfólks, sem gekk hús úr húsi, hjúkraði veikum og veitti dánum nábjargir. Fullveldisfundurinn fyrir framan Stjórnarráðshúsið yljaði henni um hjartarætur, en hvarf þó í skugga pestarinnar sem jafnvel felldi heilu fjölskyldurnar. |
11:22 |
30. okt. 2023 |
Sögukorn - Ráð Samúels í Selárdal
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Fjarskalega var gott að áfanganum var náð - þ.e. gagnfræðaprófinu.
Kvöldið eftir síðasta próf hjólaði ég á lánshjóli langt fram í Eyjafjörð, glaður og upphafinn í bjartri vornóttinni. Eyjafjörður skartaði fegurð sinni um lágnættið. Ég hafði tekið ástfóstri við héraðið og var ákveðinn í að setjast í fjórða bekk máladeildar/MA að hausti. |
13:38 |
26. okt. 2023 |
Stökuspjall: Laufblað
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Til bókar um orðsnilld kvenna safnaði Málmfríður Sigurðardóttir, en bókin var gefin út 1992 og Málmfríður byrjar bókina með ljóði Huldu, Hver á sér fegra föðurland, ljóð helgað þjóðhátíð 1944 og Jakobína Sigurðardóttir skáld í Mývatnssveit orti af sama tilefni og á sama tíma: |
16:35 |
22. okt. 2023 |
Þættir úr sögu sveitar: Meðalheimur
60. þáttur. Eftir Jón Torfason
Jörðin Meðalheimur má teljast nærri miðri sveitarinnar eða hreppsins. Þetta er stór jörð og landið að heita má algróið. Sagnir eru um að þar hafi verið bænhús til forna. Á söguöld bjó þar kappinn Þorgísl sem fór með Barða Guðmundarsyni árið 1014 í herför suður til Borgarfjarðar og er frá sagt í Heiðarvíga sögu. |
16:25 |
22. okt. 2023 |
Sögukorn úr Föðurtúnum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Þú getur nú verið með fallegt hár, væna mín, þótt það sé ekki eins fallegt og mitt. sagði gamla konan við yngismeyna. En sú aldraða rómaði einlægt sitt eigið hár og þótti ekkert jafnfagurt. Hér er vitnað til sögukorns að norðan (Munnleg heimild: Margrét Benediktsdóttir f. 10/10 1921). |
12:48 |
12. okt. 2023 |
Sögukorn: Mér var sjálfum í mun að reyna
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Jónas Tryggvason fær orðið í þessum sögukornum, hann hélt dagbók út árið 1959: Nýársdagur. Nýja árið heilsar með björtu og kyrru veðri og ofurlitlu frosti. Það var annars kyrrt og gott veður yfir hátíðarnar og allt annað en á jólaföstunni. Það var messað á Bergsstöðum og Nonni fór þangað með séra Birgi. Það má heita sæmilegt bílfæri eftir öllum Svartárdal, en sums staðar orðið dálítið hált. Snjórinn er ekki til fyrirstöðu á vegunum. Blöndudalur er fær fram í botn og Auðólfsstaðaskarð upp að á, en það er óvanalegt á þessum árstíma. |
10:27 |
12. okt. 2023 |
Með krabbamein í 10 ár
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Það reynist hverjum sem greinist með krabbamein þungbærar fréttir. Sérstaklega þegar viðkomandi er á miðjum aldri eða yngri. Eins er það mikið áfall fyrir fjölskyldu viðkomandi. Þá ekki síst að fá þau tíðindi að undangengnum uppskurði og þrjátíu og fimm skipta geislameðferð að meinið hafi sloppið út í kerfið og sé komið til að vera. Dagarnir og lífið verður öðruvísi og ekkert eins og áður var. |