09:14 |
18. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Messufall í Blönduóskirkju
Því miður er kvöldmessu í Blönduóskirkju sem vera átti í kvöld, 18. janúar aflýst vegna veikinda. |
rzg
|
07:40 |
13. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Húnavökuritið 2022
Frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga
Húnavökuritið 2022 er komið úr prentun og farið í dreifingu. Ritið er samkvæmt venju fullt af fróðleik um menn og málefni í Austur-Húnavatnssýslu. Í ár er dreifing ritsins með svipuðum hætti og síðustu ár. Ritið er borið í hús til þeirra sem greiddu valgreiðslukröfu við útgáfu síðasta rits og ættu þær bækur að berast núna um helgina. Með þessu fyrirkomulagi vill USAH þakka þeim kærlega sem greiddu fyrir ritið síðast og um leið afhenda þeim Húnavökuritið 2022 (árgangar 61 og 62). Húnavökuritið 2022 kostar 3.000 kr. og verður valgreiðslukrafa stofnuð og mun hún birtast í heimabanka. |
rzg
|
22:39 |
12. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Innilegar þakkir frá Björgunarfélaginu Blöndu
Tilkynning frá stjórn félagsins
Björgunarfélagið Blanda vill þakka innilega þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu okkur kleift að bjóða uppá glæsilega flugeldasýningu á gamlárskvöld. |
ass
|
13:01 |
05. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Söfnun á rúlluplasti í Húnabyggð
Bændur sem óska eftir því að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að senda beiðni á netfangið: ahaldahus@hunabyggd.is fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 10. janúar nk. Plasti verður safnað dagana 11.-13. janúar. Miðvikudagurinn 11. janúar: Hólabær, Auðólfsstaðir, Svartárdalur, Blöndudalur, fram Svínvetningabraut, Svínadalur.
Fimmtudaginn 12. janúar: Niður Ása, Vatnsdalur, Þing.
Föstudagurinn 13. janúar: Gamli Engihlíðarhreppur. |
rzg
|
21:48 |
03. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Félags- og tómstundastarf Húnabyggðar opnar aftur fimmtudaginn 5. janúar
Kæri íbúi/íbúar. Við stelpurnar Sísa, Sissú og Vallý óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir liðið ár. Opnum félags- og tómstundastarfið aftur fimmtudaginn 5. janúar. Starfsemin er opin hjá okkur á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 13:30-16:30. Um er að ræða þjónustu sem opin er öryrkjum og þeim sem eru 60 ára og eldri. Tómstundir eru mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. |
rzg
|
21:38 |
03. jan. 2023 |
Tilkynningar |
Frá félags- og tómstundastarfi Húnabyggðar
Óskum eftir ókláruðum krosssaumspúðum, myndum og fleiru sem er unnið með krossaum. Kostur er að það væri ámálað á stramman en skoðum allt. Ef einhver vill losa sig við og gefa okkur fyrir iðkendur sem sækja starfi værum við mjög þakklát. Þetta mega vera ábyrjuð verkefni. |
rzg
|
23:38 |
29. des. 2022 |
Tilkynningar |
Flugeldasala Björgunarfélagsins Blöndu
Flugeldasala Björgunarfélagsins Blöndu er hafin og er á Hafnarbraut 6 á Blönduósi. Á morgun föstudag er opið klukkan 14-22 og á gamlársdag klukkan 10-14. Heitt er á könnunni. Klukkan 20:30 á gamlárskvöld verður brenna á Miðholti og flugeldasýning í kjölfarið. Þeir sem ekki vilja kaupa flugelda en vilja styrkja sveitina er bent á að hægt er að leggja inn á reikning hennar númer 0307-26-1999, kt. 671299-2569. |
rzg
|
23:20 |
27. des. 2022 |
Tilkynningar |
Tilkynning frá Hárgreiðslustofu Bryndísar Braga
Nú er kominn tími á gömlu að minnka við sig vinnu og mun ég hætta mínum rekstri stofunnar. Þórdís Erla Björnsdóttir mun kaupa reksturinn frá og með 1. janúar 2023 og óska ég henni velfarnaðar í starfi. Ég vil þakka ykkur frábæru viðskiptavinum mínum fyrir samfylgdina í gegnum tíðina. Þið eruð yndisleg og ég á ykkur öll. |
rzg
|
14:42 |
26. des. 2022 |
Tilkynningar |
Íþróttamaður USAH 2022
Frá stjórn USAH
Þá hafa stjórnir aðildarfélagana lokið þeirra verki að kjósa um íþróttamann ársins.
Í ár voru tilnefningarnar 7 frá 4 aðildarfélögum. Aðalheiður Ingvarsdóttir Umf. Geislum - Frjálsar íþróttir. Bríet Sara Sigurðardóttir Umf. Geislum - Frjálsar íþróttir. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Hestamannaf. Neisti - Hestaíþróttir. Jón Brynjar Kristjánsson Skotf. Markviss - Skotfimi riffilgreinar. Sigríður Soffía Þorleifsdóttir Umf. Bólhlíðinga - Frjálsar íþróttir. Snjólaug M Jónsdóttir Skotf. Markviss - Skotfimi haglagreinar. Una Ósk Guðmundsdóttir Hestamannaf. Neisti - Hestaíþróttir |
rzg
|
14:39 |
26. des. 2022 |
Tilkynningar |
Hátíðarmessa í Holtastaðakirkju
Frá sóknarpresti
Hátíðarmessa verður í Holtastaðakirkju 27. desember, þriðja dag jóla, klukkan 14:00. Séra Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sungnir vera jólasálmar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Jólaball verður í Húnaveri eftir messu.
Guð gefi þér gleðiríka jólahátíð og blessunarríkt nýtt ár. |
rzg
|
15:10 |
24. des. 2022 |
Tilkynningar |
Gleðileg jól
Jólakveðja frá Húnahorninu
Húnahornið sendir Húnvetningum, nær og fjær, sem og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur og bestu óskir um gleðirík og ánægjuleg jól. |
rzg
|
14:37 |
24. des. 2022 |
Tilkynningar |
Jólakveðja frá Sóknarnefnd Blönduóskirkju
Sóknarnefnd Blönduóskirkju óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sóknarnefnd vill einnig koma á framfæri þökkum fyrir stuðninginn við Orgelsjóð Blönduóskirkju. |
ass
|
17:25 |
22. des. 2022 |
Tilkynningar |
Þorláksmessa í Miðjunni
Á Þorláksmessu verður ýmislegt um að vera í Miðjunni þ.e. hjá þjónustuaðilum að Húnabraut 4 á Blönduósi. Heitt súkkulaði og piparkökur verða frá kl. 15:00 til 18:00. Jólasveinar mæta um kl. 17:00. |
ass
|
15:33 |
22. des. 2022 |
Tilkynningar |
Jóla- og áramótakveðja frá stjórn Hollvinasamtaka HSB
Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sendir félagsmönnum sínum og velunnurum hugheilar jóla og nýjárskveðjur með þakklæti fyrir ómetanlegan stuðning á árinu. Án ykkar gætum við lítið gert fyrir skjólstæðinga og starfsfólk HSB.
Minnum á að nýir félagar eru ávallt velkomnir og styrktarreikningur okkar er 0307 26 270 kt: 490505 0400. |
rzg
|
08:26 |
22. des. 2022 |
Tilkynningar |
Jólapóstur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi
Knattspyrnudeild Hvatar vill minna á að á morgun 23. desember milli kl. 12:00-14:00 verður hægt að skila jólapökkum og jólabréfum sem jólasveinar koma svo til skila á aðfangadagsmorgun. |
ass
|