Spaugið | 24. ágúst 2013 - kl. 16:37
Hafnfirðingur, Akureyringur og Reykvíkingur
höfðu verið staddir á eyðieyju í 3 daga og voru að svelta, en allt í einu var akureyringurinn svo svangur að hann fór að byrja að borða sand. Þegar hann var búinn að borða dálítinn sand fann hann flösku í sandinum. Hann opnaði flöskuna og úr henni kom andi, andinn sagði: úr því þið frelsuðuð mig úr þessum eilífðarsvefni gef ég ykkur öllum eina ósk. Akureyringurinn sagði: úr því ég fann flöskuna má ég óska fyrst? Ég óska þess að ég komist heim til fjölskyldurinnar minnar. Reykvíkingurinn óskaði næst því sama. Hafnfirðingurinn var því einn eftir með óskina sína og sagði: fyrst ég er hér einn eftir og einmanna óska ég þess að hinir komi hingað aftur.
Höf. asgeirh

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga