Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:30 N 5 -8°C
Laxárdalsh. 01:30 ANA 4 -7°C
Vatnsskarð 01:30 NNA 3 -5°C
Þverárfjall 01:30 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:49 0 0°C
Hafnarfjall 01:30 V 1 -5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
Húsfrúin | 09. desember 2013 - kl. 16:28
Jólin og hefðirnar

Það er svo gaman að eiga hefðir sem maður hlakkar til. En það er nú einu sinni þannig með hefðir að þær eru ekki allar svo skemmtilegar og sumum þeirra vildum við kannski alveg vera án. Sumar þeirra tengjast jólunum en ekki endilega allar.

Ég er ein þeirra sem hef týnt mér í því sem ég hélt að yrði að gera fyrir jólin, ég var til dæmis mjög upptekin af því að búa mér til jólahefðir þegar ég var flutt að heiman og byrjuð að eignast börn.

Ég má til með að segja ykkur stutta sögu, þetta er sönn saga og hún gerðist fyrir ekkert svo löngu síðan, í það minnsta á mælikvarða okkar fullorðna fólksins.

Þessi saga gerðist þegar ég var með nýfædda dóttur, rétt viku gamla, og tveggja og hálfs árs son. Þegar ég kom heim af sjúkrahúsinu eftir notalega sængurlegu var rétt vika í jól og ég var ekki búin að baka piparkökur! Eins og allir vita þá koma jólin ekki nema maður baki piparkökur með börnunum sínum – eða er það ekki? Þarna ákvað ég að þetta væri alveg bráðnauðsynlegur  hlutur, sonur minn, tveggja og hálfs árs yrði að fá að baka piparkökur og skreyta fyrir jólin, annars væri náttúrlega ófyrirséð hvað myndi gerast, svo ekki sé nú minnst á hvað ég væri þá dæmalaust vonlaus móðir. Svo einn morguninn hnoðaði ég í deig milli mjalta með þeirri nýfæddu, og svo þegar litli prinsinn kom heim úr leikskólanum flatti ég út deigið og sá stutti skemmti sér auðvitað ljómandi vel við að skera út kökurnar.

Ég hins vegar skemmti sér hreinlega ekki baun þar sem sólarhringarnir þar á undan höfðu verið óvenju annasamir, til dæmis við það að koma barni í heiminn og sinna því á öllum mögulegum og ómögulegum tímum sólarhrings. Um kvöldmatarleytið var litli pattinn yfirspenntur og óþarflega sætur innvortis, eftir langan dag í leikskóla, svo allt fjörið við piparkökubaksturinn og að lokum eftir að hafa smakkað á afrakstri vinnu sinnar. Ég hafði enga orku til að sinna honum í þessu ástandi og nýfædda dóttirin lét í sér heyra því hún fékk ekki nóg að drekka, ég hafði nefnilega alveg gleymt að passa mig og hvílast. Ég get lofað ykkur því að minningin um þennan piparkökudag hefur ekki orðið til þess að auka dálæti mitt á þessu sætabrauði.

Haldið þið að það hefði ekki verið nær fyrir mig að setjast niður með þessum litla dreng og syngja með honum nokkur jólalög, lita með honum fallega mynd eða bara spjalla í stað þess að reyna að búa til einhverja glansmynd sem endaði eiginlega með ósköpum? Ég þarf ekki að spyrja, því þetta segir sig alveg sjálft. Og ég stórefast um að hann eigi nokkrar minningar frá þessum degi sem átti að vera svo mikilvægur liður í vel heppnuðu uppeldi, því hann var jú bara smábarn.

En ég lærði af reynslunni – og kannski verður þessi litla saga mín einhverjum hér víti til varnaðar og þá hef ég gert góðverk í dag. Piparkökubakstur fyrir jólin hefur sem sagt ekki orðið að hefð á mínu heimili.

Það er ein hefð sem mér þykir svo vænt um og hef alltaf jafn gaman af, það er að fá jólasveinana í heimsókn á aðfangadag með jólapóstinn. Fjölskyldan hefur oft lagt á sig mikið span milli húsa til að vera örugglega heima þegar þeir koma, því ekki vil ég missa af heimsókninni.

Hressilega vindhviðan sem fylgir þessum ágætu bræðrum hleypir fjöri í heimilisfólkið og brosið lifir á andlitunum í langan tíma eftir að útidyrunum er lokað á eftir þeim. Ég fyrirgef þeim meira að segja ýmislegt sem mörgum öðrum myndi ekki leyfast, til dæmis að rjúka inn í nýskúraða stofuna á snjóugum stígvélum, bara af því mér þykja þeir svo skemmtilegir.

Ég veit að börnin mín hafa ekki alltaf verið jafn spennt fyrir þessum heimsóknum, þess bera myndir í albúmunum okkar glögg merki. Þar má sjá myndir af börnum í mömmufangi með skelfingarsvip en mamman brosir út að eyrum við hliðina á jólasveinkunum.  Ég hef þó ekki alltaf verið svona hrifin af þessum heimsóknum því ég á eina nokkuð ljósa minningu frá heimsókn jólasveinanna með jólapóstinn þegar ég, lítil skólastelpa, átti heima hér í Hlíðarbrautinni.

Á þeim tíma átti Siggi pabbi minn ljómandi fínan grænan Bens vörubíl sem stóð í innkeyrslunni. Bílnum hafði verið bakkað inn eins og venjulega og þarna beið hann alveg rólegur eftir því að vera notaður af eiganda sínum – sem líklega var kominn í smá jólafrí. Þetta árið var veðrið gott á aðfangadag og mikið fjör hjá jólasveinunum. Eitthvað urðu þeir forvitnir þegar þeir sáu þennan fína bíl og einn þeirra athugaði hvort bíllinn væri opinn. Þegar hann komst að því að bíllinn var opinn gerði hann sér lítið fyrir og stökk upp í hann og settist í bílstjórasætið. Þar sat hann í þessu hásæti og hossaði sér og sneri stýrinu til og frá. Mér leist ekkert á þetta því við systurnar höfðum fengið skýr skilaboð um að bíllinn væri ekki leiksvæði – og þarna sat þessi jólasveinn bara og lék sér. Líklega var hann að upplifa gamlan draum um að fá að keyra svona fínan bíl, ég held það séu ekki margir vörubílar heima í hellinum þeirra. En fiktinu var ekki lokið því lykillinn var í svissinum - og jóla gamla datt í hug að prófa að snúa honum. Hann kunni þó sem betur fer ekki meira en svo á bíla að hann vissi ekkert á hvaða pedala hann ætti að stíga til að koma bílnum í gang svo það tókst nú ekki.

Ég man ennþá tilfinninguna þar sem ég stóð, væntanlega stóreyg, í þvottahúsinu og fylgdist með þessum aðförum sveinka. Hjartslátturinn var hraður og óvissa, vantrú og hræðsla þyrluðust um í höfðinu. Mikið sem mér létti þegar jólasveinninn fékk nóg af þessum tilraunum og kom aftur niður til okkar og lokaði bílhurðinni með ægilegum skelli. Þetta árið var ég mjög sátt þegar þeir kvöddu og héldu í næsta hús – og þarna fékk ég sönnun fyrir því hvað jólasveinar geta verið mikil ólíkindatól. Núna hef ég alveg kjark til að segja þeim til ef þeir ætla að fara að gera eitthvað af sér og fikta í hlutum sem þeir kunna ekkert á – og ég er strax farin að hlakka til heimsóknarinnar á aðfangadag.

Í vetur fékk ég spurningu frá amerískum vinum um það hvenær mætti fara að skreyta fyrir jólin hér á Íslandi. Þessir vinir mínir höfðu vanist þeirri hefð heima í Ameríku að um leið og Þakkargjörðarhelginni lyki væri jólaskrautið tínt út úr geymslunni og sett upp og allir dyttu í jólagírinn. Þeir höfðu ekki orðið varir við neina reglu um þetta hér á Íslandi. Svarið sem mér datt helst í hug að það mætti eiginlega bara setja upp jólaskraut þegar mann langaði til – þeir sem eru mikil jólabörn byrja snemma, aðrir seinna og vafalaust eru einhverjir sem ekki kæra sig um að setja upp jólaskraut, og það er bara allt í lagi. Auðvitað eigum við að hafa hlutina eins og okkur best hentar, búa til okkar hefðir hvað þetta varðar.

Í kjölfarið af þessu spjalli fór ég svo að hugsa um það hvenær ég dytti í jólagírinn. Hvort það væri eitthvað eitt umfram annað sem kveikti þá tilfinningu hjá mér að jólin væru alveg að koma, einhver ómissandi hefð. Nokkur atriði komu upp í hugann og má nefna þegar stórfjölskyldan hittist, sker út og steikir laufabrauð, þegar kveikt er á fyrsta aðventukertinu, þegar ég byrja að baka smákökurnar eða þegar ég fæ afskurði af randalínunum hennar mömmu, þegar batik-myndirnar eru hengdar upp í gluggana í skólanum, þegar krakkarnir í 6. bekk fara að æfa helgileikinn fyrir litlu jólin, þegar kirkjukórinn byrjar að æfa jólasálmana, þegar ég fer að huga að jólakortagerð eða setja upp jólagardínurnar í eldhúsinu? Ég er ekki viss um að það sé einhver ein hefð sem kveiki á jólaskapinu – líklega er það sambland allra þessara hefða.

Eitt er ég þó alveg viss um að segi mér hvenær jólin eru alveg að koma, en það er gamla góða Kók auglýsingin þar sem fólkið situr í hnapp og myndar jólatré með dásamlegum kertalogum og syngur „I‘d like to buy the world a home, furnish it with love“ – og sæti strákurinn með kúrekahattinn kyrjar „coca cola“. Þegar þessi auglýsing sést í sjónvarpi þá eru jólin alveg að koma.

Allt eru þetta dásamlegar hefðir sem ég tengi jólum og vildi ekki vera án, en ég er alveg viss um að þó svo ég gæti ekki verið viðstödd einhverja þessara viðburða, gert eitthvað af þeim atriðum sem ég taldi upp hér að framan eða ef ég missti af auglýsingunni góðu, þá kæmu jólin samt sem áður – og þau yrðu alveg örugglega alveg jafn indæl stund og alltaf – í faðmi fjölskyldunnar.

Hefðir eru góðar svo lengi sem við verðum ekki þrælar þeirra og förum að hamast við að gera eitthvað sem okkur finnst við verða að gera, eitthvað sem veldur okkur kannski bara streitu og vanlíðan.

Við skulum viðhalda hefðum sem gleðja okkur og veita okkur hlýju í hjartað, en sleppa öllum hinum ef við mögulega getum.

Að þessu sögðu vil ég senda ykkur góðar óskir um ánægjulega aðventu og jólahátíð,

Húsfrúin

 

Höf. mbb
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið