Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:30 N 5 -8°C
Laxárdalsh. 01:30 ANA 4 -7°C
Vatnsskarð 01:30 NNA 3 -5°C
Þverárfjall 01:30 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:47 0 0°C
Hafnarfjall 01:30 V 1 -5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
Húsfrúin | 10. febrúar 2015 - kl. 16:50
Heilbrigði
Húsfrúin er vöknuð

Haldið þið að það hafi ekki gerst! 3. febrúar læddist að mér, hægt og hljótt, og er svo liðinn – alveg eins og ekkert hafi í skorist. Ég er búin að horfa á þessa dagsetningu nokkuð reglulega í eitt ár og hugsað með mér að það sé svo langt í hana að enn sé nógur tími til að gera eitthvað í málunum, en nei, ekkert gerðist. Aldrei áður hefur húsfrúin farið í svona langt frí frá ritstörfum, það er meira en ár frá síðasta pistli. Ég er búin að setja sér markmið: Aldrei, aldrei, aldrei að láta svona langan tíma líða milli pistla.

Að þessu sinni er heilbrigði ofarlega í huga mínum. Lífshlaupið til dæmis í gangi (reyndar allt árið – en það var að byrja) og vafalaust margir að vinna að áramótaheitum (ef slík voru sett) í átt að bættri heilsu. Pistillinn er í lengra lagi því þögnin er jú búin að vera löng! Það er sem sagt búið að vara ykkur við!

Það eru svo margar leiðir til að fjalla um heilbrigði og það varð bara að ákveða að taka einhvern ákveðinn vinkil, ég valdi aðalnámskrá grunnskóla, því ég þekki örlítið til þess doðrants. Í aðalnámskrá grunnskóla segir: „Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra“.

Er þetta nokkuð mál? Liggur þetta ekki allt svo ljóst fyrir?

Alltof oft virðumst við, nútímafólkið, flækja málin því daglega streyma að okkur misvísandi upplýsingar um hvað er gott fyrir okkur, hvað við eigum eða megum borða og hvað bara alls ekki, hvaða efni í umhverfi okkar eru eitruð eða bráðnauðsynleg og svona mætti lengi telja. Mig langar svo til að velta nokkrum þessara ofantaldra þátta aðeins fyrir mér, þessum sem nefndir eru í aðalnámskránni og skoða aðeins hvernig þessir þættir snúa að mér, hvað skiptir máli og hvað ekki. Kannski fáið þið meiri upplýsingar en þið kærið ykkur um – en það verður bara að hafa það. Nokkrum þáttum er þó sleppt, það má nú ekki setja allt á netið...

Fyrsti þátturinn af þessum helstu áhersluþáttum heilbrigðis sem nefndur var er jákvæð og raunsönn sjálfsmynd. Hverjir eru það sem móta sjálfsmynd okkar og getur verið að þeir mótunaraðilar séu ekki allir mjög uppbyggilegir? Fjölmiðlar sem „photoshoppa“ allar konur sem þar birtast? Gæti verið að skilaboðin sem við fáum frá umhverfinu séu þau að við, konur á öllum aldri, séum einhvern veginn ómögulegar. Við glímum jú við þyngdaraflið  næstum strax eftir að kynþroski hefst - og þá fer allt að stefna suður...  maginn, rassinn, brjóstin, andlitið, upphandleggirnir... Ef við höfum skoðanir á hlutum og tjáum þær erum við frekjur, ef við fáum draumastarfið er það bara vegna kynjakvóta... Eða hvað?  En hvað um það sem aðrir segja – erum við bara ekki frábærar eins og við erum. Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að þakka fyrir þegar mér er hrósað, ekki slá á gullhamrana, það var stórt skref, trúið mér. Þá hrósa ég t.d. börnum í kringum mig fyrir það þegar þau standa sig vel, leggja sig vel fram, þegar þau eru hjálpsöm, þegar þau stíga út fyrir þægindahringinn sinn og uppskera vel. Vonandi næ ég að „heilaþvo“ þau  (auðvitað ekki bara ég ein) áður en niðurrifsöflin allt í kringum okkur ná til þeirra. Og athugið að þetta á við um drengi og stúlkur. Drengir á öllum aldri verða líka fyrir miklum þrýstingi um útlit, hegðun, framkomu og þess háttar.

Næst er það hreyfingin – eitthvað sem stendur mér mjög nærri. Ég hef hreyft mig alla ævi. Ég var svo heppin að alast upp hér á Blönduósi þar sem ég gat tekið þátt í öllum íþróttum sem í boði voru – ekki bara einni eins og tíðkast oft í stærri bæjarfélögum. Ég segi heppin að hafa alist upp hér þrátt fyrir að á yngri árum hafi mér fundist það mesta óréttlæti heimsins, því hér var ekki boðið upp á fimleika. Í íþróttakennaraskólanum var mér tilkynnt það á fimleikanámskeiði að ég hefði aldrei náð stórkostlegum árangri í fimleikum því ég er með svo yfirrétta olnboga. Spáið í hvað ég var heppin að æfa ekki fimleika í fjöldamörg ár með þessa ómögulegu olnboga!

Hér var á mínum skólaárum hægt að æfa sund, fótbolta, körfubolta, frjálsar – og meira að segja mætti ég á nokkrar júdóæfingar. Að þessum grunni bjó ég, bæði í mínu námi og starfi og einnig þegar ég á fullorðinsárum fór að leita að hreyfingu til að viðhalda góðri heilsu. Mikilvægasta reglan er sú að hreyfa sig reglulega og til að sú hreyfing verði hluti af daglegu lífi okkar er ekki síður mikilvægt að við fáum ánægju og fullnægju í þeirri hreyfingu. Til dæmis hætti ég í badmintoni eftir að ég fann að ég fór heim úr þeim tímum alveg sjóðandi pirruð – og svo var eiginlega sjálfhætt því ég beyglaði spaðann minn við að kasta honum í gólfið í ægilegu pirringskasti... En það að fara í Metabolictíma til hennar Erlu samkennara míns með eiginmanninum, ganga á fjöll í góðra vina hópi eða synda í frábæru sundlauginni okkar – allt veitir þetta mér ómælda ánægju og fullnægju auk þess að styrkja líkama minn og þess vegna er hreyfing hluti af lífsmynstri mínu.

Næring – oh, ég elska að borða! Hollan mat, óhollan mat – mikið af mat, og drykkirnir eru nú margir alveg stórkostlega góðir... En þetta eru nú engar fréttir fyrir þá sem þekkja mig vel. Ég er reyndar alveg glötuð í þessu næringar-dæmi. Ég er búin að komast að því að ég lifi líklega eftir þeirri reglu að hreyfa mig nógu mikið svo ég geti borðað eins og mér finnst gott – en auðvitað er það nú ekki efnilegt. Mér fundust skilaboð sem ég heyrði að væru komin frá Lukku í Happ (sem er veitingastaður í borginni) þess eðlis að allir þessir matarkúrar sem flæða um allt og segja okkur hvað við megum borða og hvað ekki með mjög misvísandi hætti, ættu tvennt sameiginlegt – sykur gerir líkamanum ekkert gott en grænmeti er gott fyrir okkur! Þegar kemur að næringu er staðan nokkurn veginn þannig að ég veit um ýmislegt sem er ekki gott fyrir mig, en ég borða nú samt – en það er bara þannig að eitt er að vita en annað að gera... Er ég nokkuð ein í þessari stöðu?

Það er nokkuð auðvelt að fjalla um andlega vellíðan og góð samskipti í einu. Þetta tvennt helst svo vel í hendur. Erum við fær um að eiga góð samskipti við fólk ef okkur líður ekki vel? Er ekki líklegra að ef okkur líður vel að samskipti okkar við aðra séu góð? Geðheilbrigði er mjög mikilvægur þáttur heilbrigðis það er mér vel ljóst og er ég farin að leitast við að gera hluti sem láta mér líða vel, í meira magni en áður – ég er orðin sjálfselsk með aldrinum, allt til að auka andlega vellíðan mína. Það vita allir að ef maður er óhamingjusamur getur maður ekki gefið af sér – og það er nú ekki gott fyrir móður, eiginkonu, dóttur, systur, vinkonu og vinnufélaga...  

Þá er komið að hvíldinni, ég geymdi hana viljandi þar til síðast. Hverjir lesenda telja að þeir sofi nægilega mikið? Eru ekki einhverjir eins og ég sem gleyma sér yfir skemmtilegri handavinnu, góðri bók, fresta einhverju sem þarf að gera aðeins of lengi og fara því of seint að sofa miðað við nauðsynlegan fótaferðatíma? Eða bara hanga of lengi í tölvunni eða við sjónvarpið? Er það ekki ein af elstu pyntingaraðferðum heimsins að halda fólki vakandi?

Ég hef lesið að ef við sofum of lítið getur það stuðlað að offitu, geðsjúkdómum og ég veit ekki hverju og hverju. Við munum hluti ver ef við hvílumst ekki nægilega því í svefni vinnum við úr upplýsingum sem við öflum okkur yfir daginn – svo við skulum láta staðar numið hér og fara að hvíla okkur. 

Að þessu sögðu óska ég ykkur góðrar heilsu.

Húsfrúin málglaða

Höf. mbb
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið