Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Sunnudagur, 3. desember 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Desember 2023
SMÞMFL
262728293012
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:00 N 5 -8°C
Laxárdalsh. 01:00 A 5 -6°C
Vatnsskarð 01:00 A 1 -6°C
Þverárfjall 01:00 NA 6 -4°C
Kjalarnes 01:07 0 0°C
Hafnarfjall 01:00 VSV 2 -4°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. nóvember 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. nóvember 2023
62. þáttur. Eftir Jón Torfason
18. nóvember 2023
Ingi Heiðmar Jónsson
11. nóvember 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. nóvember 2023
Eftir Bjarna Jónsson
06. nóvember 2023
61. þáttur. Eftir Jón Torfason
04. nóvember 2023
Fréttir | 07. nóvember 2005 - kl. 18:03
Húsfyllir og góð stemning á tónleikum í Kaffi Viðvík

Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í dúettinum “Hundur í óskilum” héldu tónleika í Kaffi Viðvík á Skagaströnd sl. fimmtudagskvöld. Húsfyllir var og stemningin einstaklega góð og fólk skemmti sér konunglega yfir frábærum uppátækjum í tónlist og tónlistarflutningi. Tvímenningarnir, sem segja má að séu einskonar gleði- og gáskatónlistamenn, léku sér að alls kyns tilbrigðum við þekkt lög og texta og blönduðu þeim gjarnan saman úr sitt hvorri áttinni. Má nefna að texti Bubba við “Stál og hnífur” hljómaði mjög skemmtilega við lag eftir kántrýkónginn Hallbjörn. Ekki síðri voru “Guttavísur” við lag eftir J.S. Bach eða lag og texti “Undir bláhimni” í útsetningu og í bland við “Wild thing” sem hljómsveitin Troggs flutti á árum áður.

 

Það voru ekki bara lög og textar sem sett voru í nýtt samhengi heldur var tónlistarflutningur, bæði söngur og hljóðfæraleikur, gjarna með sérstökum hætti sem langt mál væri að skýra. Þó má nefna að sökum fámennis í dúettinum tóku þeir félagar sig til og léku á fleiri en eitt hljóðfæri í einu t.d. spilaði Eiríkur á tvo trompeta samtímis og þeir hvor um sig á þrjár blokkflautur í einu, með nefi og munni. Allt var þetta gert af mikilli fagmennsku og þrátt fyrir ærslalegan flutning var allan tíman verið að flytja skemmtilega og vandaða tónlist. Hægt er að skoða myndir frá tónleikunum á Skagastrandarvefnum www.skagastrond.is. Heimild: skagastrond.is

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið