Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 08. ágúst 2015 - kl. 20:01
Skagginn 2015 - Gleðidagar á Skagaströnd

Skagstrendingar ætla að gera sér glaðan dag um næstu helgi, dagana 14.-16. ágúst, og halda bæjarhátíðina Skaggann 2015. Nærsveitungum er auðvitað boðið að vera með. Dagskrá hátíðarinnar liggur fyrir og verður hún borin í hús um helgina á Skagaströnd. Það er tómstunda- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins sem stendur fyrir dagskránni og óskar hún eftir samstarfi við íbúa, einkum þó gleði þeirra og jákvæðu viðhorfi til að gera sér dagamun og eiga góðar stundir saman.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga