Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 31. janúar 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Janúar 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:50 NNA15 -5°C
Laxárdalsh. 03:50 NA 14 -3°C
Vatnsskarð 03:50 NNA 10 -5°C
Þverárfjall 03:50 NA 13 -5°C
Kjalarnes 03:50 NNA16 2°C
Hafnarfjall 03:50 NA25 -2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
42. þáttur. Eftir Jón Torfason
29. janúar 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. janúar 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
26. janúar 2023
Eftir Snjólaugu M. Jónsdóttur
21. janúar 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
19. janúar 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. janúar 2023
41. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. janúar 2023
Eftir Sigríði Helgu Sigurðardóttur
11. janúar 2023
Húsfrúin | 23. nóvember 2015 - kl. 16:59
Um lestur

Eins og þið vitið líklega flest þá er ég kennari. Eitt af áhugamálum mínum tengt starfi mínu er læsi og lestur.

Ég er enginn sérfræðingur þegar kemur að því að kenna ungum börnum að lesa – hef aldrei tekið þátt í stafainnlögn og öllu því sem þarf til þegar byrjendur eru að kynnast rituðu máli. Þar eru nokkrir samkennarar mínir sérfræðingar og ég læt þá um það vandasama verkefni. Ég hef meiri áhuga á börnum sem eru orðin læs og finnst spennandi að finna leiðir til að fá þau til að nota þá færni, auka hæfni sína á lestrarsviðinu og styrkja lesskilning. Það má nefnilega ekki slá slöku við þó svo lágmarks leshraða sé náð.

Mér finnst gaman að lesa um læsi og lestrarkennslu og verð sannfærðari með hverri grein sem ég les um mikilvægi þess að lesa og að halda lestri að börnum. Við ættum í raun réttri að halda lestri að öllum, sama á hvaða aldri fólk er, það græða allir á því að lesa.

Bók í hönd

og þér halda engin bönd.

Bók í hönd

og þú berst niður á strönd.

Bók í hönd

og þú breytist í önd.

Bók í hönd

og beint út í lönd.

 

Þetta er ljóð eftir Þórarin Eldjárn – og lýsir því svo ótrúlega vel hvað gerist þegar maður les góða bók.

Bubbi Morthens samdi líka gott ljóð, „Það er gott að lesa“, í tilefni af þjóðarsáttmála um læsi þar sem segir:

Það var einn góðan vetrardag,

við gleymdum stund og stað,

gagntekin af nýrri veröld 

sem máluð var á blað.

Við vorum stödd á skrýtnum stað, 

á furðulegri strönd,

hvar fiskar höfðu bláa fætur 

og í fangi blómavönd.

 

Bókin stækkar veröld þína 

og auðgar unga sál.

Í heimi hugans eflist vitund

um okkar móðurmál,

hugmyndir og lyklar sem 

þar opna nýjar dyr.

Þá hugaraflið brunar áfram 

með í seglum ljúfan byr.

 

Degi tekur brátt að halla,

við kúrum með bók í hönd.

Laus við dagsins dægurþras, 

laus við grámans bönd.

Í heimi bókar örvast andinn

og barnið finnur svar,

pabbi og mamma,

afi og amma lesa líka þar.

 

Er þetta ekki dásamleg lýsing á þeim ævintýrum sem bíða okkar við það eitt að opna bók?

Í skólanum mínum erum við þátttakendur í þróunarverkefni sem heitir Orð af orði og í meginatriðum snýst það um að auka orðaforða nemenda með fjölbreyttri nálgun og markvissri orðasöfnun, t.d. með yndislestrarstundum á hverjum degi - og þar með auka líkurnar á því að nemendum farnist vel í námi. Góður orðaforði hjálpar til við lesskilning og góður lesskilningur hjálpar til í öllu námi – og auðvitað í lífinu almennt.  

Lestur þarf að æfa daglega og lesfimi þarf að viðhalda eins og hverri annarri færni. Ég sá forvitnilega samantekt um orðaforða – veit ekki alveg hversu fræðileg hún er, en árið 1987 eiga þeir Nagy og Herman að hafa tekið saman þessar tölur. Þó svo þetta séu tæplega þrjátíu ára tölur geri ég ekki ráð fyrir að niðurstöður væru öðruvísi væri mælt í dag. Þeir segja: Það barn sem les í 20 mínútur á dag - sem eru 3600 mínútur á einu skólaári safnar 1.800.000 orðum á því tímabili. Það barn sem les í 5 mínútur á dag – sem gera 900 mínútur á skólaárinu safnar 282.000 orðum. Barn sem les í 1 mínútu á dag – sem eru 180 mínútur af skólaárinu safnar 8.000 orðum.

Heimalestur skólabarna er líka mjög mikilvægur til að æfa lesfærnina, og því er ekkert í boði annað en að lesa á hverjum degi. Á skólaþingi sveitarfélaganna nú í október var til dæmis skemmtilegur fyrirlestur þar sem fram kom að maður verði ekki læs nema maður lesi á hverjum degi. Mér finnst gaman að lesa og les svolítið á hverju kvöldi – eða svona hér um bil. En það finnst bara ekki öllum gaman að lesa – og fyrir foreldra sem eiga börn sem finnst allt annað en gaman að lesa þá getur þessi heimalestur verið sá hluti dagsins þar sem foreldrar og börn lenda í árekstrum. Ekki gott, alls ekki.

Eins og kom hér fram að ofan þá hef ég áhuga á að leita leiða til að gera lestur að ánægjulegri stund – líka fyrir þá sem finnst ekki svo gaman að lesa. Einn af þeim stöðum sem mér finnst mjög gaman að skoða til að fá hugmyndir er Pinterest (www.pinterest.com - alveg stórhættuleg vefsíða – mikill tímaþjófur því það er mjög auðvelt að gleyma sér þar...). Þar sá ég form að lestrarbingói og svo sumarlestri sem ég snaraði yfir á íslensku og hef notað síðan með góðum árangri. Og svo hef ég líka dreift þessu til vina og ættingja og meira að segja fengið birt á Krítinni sem er flott og mjög áhugaverð vefsíða um kennslu og menntamál.

Ef þið hafið áhuga á að fá eintök af þessum skjölum (lestrarbingói og/eða sumarlestri) þá getið þið sent póst hingað á huni@huni.is og ég sendi ykkur eintak í tölvupósti. Það er nefnilega alveg nauðsynlegt að hafa skjalið á tölvutækuformi til að geta breytt innihaldi reitanna þannig að henti hverju heimili.

Áður en ég lýk þessum pistli þá langar mig til að benda ykkur á, mömmum og pöbbum, ömmum og öfum, frændum og frænkum að þið getið gert svo margt til að styrkja lestrargetu barna ykkar, barnabarna og frændsystkina. Eitt af því er að hlusta á þau, spyrja út í orð sem þau mögulega ekki skilja, spyrja þau hvað það haldi að gerist næst í sögunni og svo auðvitað að lesa fyrir þau. Og munið að börn eru aldrei of gömul til að lesið sé fyrir þau.

Að lokum langar mig bara að segja góðar lestrarstundir. 

Höf. mbb
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið