Fréttir | 04. ágúst 2016 - kl. 22:29
Nýr matseðill á Borginni Restaurant á Skagaströnd

Veitingastaðurinn á Skagaströnd, Borgin Restaurant, hefur skartað nýjum matseðli í sumar og er mjög girnilegur. Þar er hægt að fá matarmikla borgara eins og Árna Sig., Svenna Gæ., Stebba Jobba og Gunna Sveins. Allir eru þessir 120gr. nautakjötsborgara með gómsætu meðlæti. Þá eru aðalréttirnir ekki síðri s.s.  fiskur dagsins, Borgar pannan, hvalkjöt og pönnusteikur lambhryggvöðvi en allt þetta er borið fram með steiktur grænmeti og öðru meðlæti.

Það er óhætt að mæla með heimsókn á Borgina á Skagaströnd, fjölskyldan lítur við í mat og skellir sér svo út á æslabelginn hinum megin við götuna en hann er opinn frá kl. 10:00-22:00 á kvöldin. Borgin er opin sunnudaga til fimmtudags frá kl. 11:00-23:00 og föstudaga og laugardaga frá kl. 11:00-01:00.

Sjá nánar um Borgina á fésbókarsíðu https://www.facebook.com/borginrestaurant/?fref=ts

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga