Fréttir | 25. október 2016 - kl. 10:26
Tónleikar og fróðleikur í Þingeyrakirkju

Haldinn verður fróðleiks- og tónleikadagur í Þingeyraklausturskirkju, sunnudaginn 30. október næstkomandi. Barokksveit Hólastiftis spilar á hátíðinni sem hefst klukkan 15:00. Meðlimir sveitarinnar ætla einnig að sýna hljóðfærin og segja frá sögu barokktónlistar í sögulegu samhengi. Þór Hjaltalín, minjavörður á Norðurlandi vestra, mun greina frá Vatnsdælasögu og stöðum tengdum sögunni í nágrenni Þingeyra og fulltrúi frá Þjóðminjasafni Íslands mun greina frá þeim kirkjugripum sem eru í sögu- og menningarlegum tengslum við Þingeyraklausturskirkju.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju og Uppbyggingasjóður Norðurlands vestra standa að hátíðinni.

Dagskrá Barokksveitar Hólastiftis:

Antonio Vivaldi (1678-1741)
Sonata in La maggiore per Violino e Basso continuo, RV 31

Georg Friedrich Händel (1685-1759)
Úr „Neun deutsche Arien“:

Singe Seele, Gott zum Preise, HWV 206

Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Úr Svítu nr. 3 í C-dúr, BWV 1009:

Gigue

François Couperin (1668-1733)
Úr „Pieces en concert“:

Sicilienne
La Tromba

Georg Friedrich Händel (1685-1759)
Úr „Neun deutsche Arien“:

Süsser Blumen Ambraflocken, HWV 204

Svíta með dönsum:
Bernardo Pasquini (1637-1710):

3 Arie
Bernhard Schmid (1535-1592):
Ein guter neuer Dantz
Úr Codex Amerbach:
Est-il conclu par un arret d’amour
Giorgio Mainerio (1545-1582)
Ungarescha

Dieterich Buxtehude (1637-1707)
Suonate à doi, Violino & Violadagamba, con Cembalo, BuxWV 252

Henry Purcell (1659-1695)
Remember me úr Dido & Aeneas

Georg Friedrich Händel (1685-1759)
Úr „Neun deutsche Arien“:

In den angenehmen Büschen, HWV 209

Félagar úr Barokksveit Hólastiftis eru Helena G. Bjarnadóttir, sópran, Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla, Ásdís Arnardóttir, selló og Eyþór Ingi Jónsson, orgel.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga