Sædís ÞH 305. Ljósmynd: Feykir.is/Árni Geir
Sædís ÞH 305. Ljósmynd: Feykir.is/Árni Geir
Fréttir | 16. febrúar 2017 - kl. 16:13
Nýr bátur í flota Skagstrendinga

Nýr bátur, Sædís ÞH 305, bættist í flota Skagstrendinga í vikunni. Báturinn er keyptur frá Húsavík en eigendur hans, þeir Ragnar Már Björnsson og Axel Már Gunnarsson, ætla að nota hann til grásleppu- og strandveiða í vor, að því er fram kemur á Feyki.is. Haft er eftir Ragnari að báturinn hafi reynst vel á leiðinni frá Húsavík en þetta er fyrsti bátur þeirra félaga.

Fram kemur í frétt Feykis að Ragnar og Axel séu engir nýgræðingar á sjónum þar sem þeir eru báðir hásetar á Arnari HU 1 og munu róa í frítúrum sínum. Þeir eru í sitthvorri áhöfninni og verður báturinn því fullnýttur.

Aðspurður um hvort nýtt nafn komi á bátinn sagði Ragnar svo verða. Báturinn mun bera nafnið Már í framtíðinni og kemur það til vegna þess að eigendurnir heita báðir Már að millinafni.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga