Fréttir | 16. febrúar 2017 - kl. 20:26
Tæpar 66 milljónir í styrki

Í dag voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila sem fengu samtals um 56,6 milljónir króna. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila sem fengu samtals 9,4 milljónir króna.
 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr Uppbyggingarsjóði:

4.000.000 kr.  Garðyrkjustöðin Laugarmýri (f.h. óstofnaðs félags): Samrækt á Laugarmýri

3.800.000 kr. Iceprotein: Þorskbein sem fæðubót

3.700.000 kr.  Magnús Barðdal (f.h. óstofnaðs félags): Heimili lundans

2.700.000 kr.  Selasetur Íslands: Tvö verkefni a) Stofn- og rekstrarstyrkur b) Undirbúningur að gerð heimildarmyndar um selveiðar á Vatnsnesi

2.550.000 kr.  Sögusetur íslenska hestsins: Tvö verkefni a) Stofn- og rekstrarstyrkur b) Rafræn miðlun

2.300.000 kr.  Samgönguminjasafn í Stóragerði: Stofn- og rekstrarstyrkur

2.300.000 kr.  Menningarfélagið Spákonuarfur: Stofn- og rekstrarstyrkur

2.300.000 kr.  Nes listamiðstöð ehf: Þrjú verkefni: a) Stofn- og rekstrarstyrkur b) 10 ára afmælishátíð c) Skapandi leið fyrir hagnýta yfirfærslu

2.000.000 kr.  Byggðasaga Skagafjarðar/Sögufélag Skagfirðinga: Byggðasaga Skagafjarðar

1.500.000 kr.  Náttúrusmiðjan: Heilsubein

1.500.000 kr.  Pure Natura: Markaðssetning nýrrar vörulínu         

1.500.000 kr.  Sonja Mannhardt: Vanadís

1.350.000 kr.  Heimilisiðnaðarsafnið: Þrjú verkefni: a) Stofn- og rekstrarstyrkur b) Sumarsýning c) Stofutónleikar

1.320.000 kr.  Ferðamálafélag V-Hún.: Þrjú verkefni: a) Starfsnemaverkefni upplýsingamiðstöðva b) Dómur – handritsgerð c) Náðarstundarkort

1.050.000 kr.  Lafleur web/ehf.: Tvö verkefni a) Íslensk sjávarböð b) Ferðahandbók fyrir forvitna

1.000.000 kr.  Sjávarlíftæknifyrirtækið Biopol: Kortlagning þaraflóru í austanverðum Húnaflóa

1.000.000 kr. Textílsetur Íslands ses: Stofn- og rekstrarstyrkur

1.000.000 kr. Kakalaskáli ehf.: Stofn- og rekstrarstyrkur

900.000 kr. Vilko: Lífræn náttúruafurð

900.000 kr. Erla Björk Helgadóttir: Viðskiptaáætlun Víðimels  

850.000 kr. Lýtingsstaðir: Hljóðleiðsögn um torfhúsin á Lýtingsstöðum

850.000 kr. Greta Clough (Handbendi brúðuleikhús): Sumarsýning - Búkolla

800.000 kr. nList: The Iceview: Tímarit um bókmenntir og listir

800.000 kr. Vinir Kvennaskólans á Blönduósi: Saga Kvennaskólans á Blönduósi 1879-1978

700.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks: Tvö verkefni: a) Beint í æð  b) Lína langsokkur

700.000 kr. Eldur í Húnaþingi: Eldur í Húnaþingi 2017

700.000 kr. Viðburðarríkt ehf.: Drangey Music Festival – þar sem vegurinn endar

550.000 kr. Nemendafélag FNV: Tvö verkefni: a) Söngkeppni b) Söngleikur

500.000 kr. Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps: Hlíðhreppingar – ábúendatal og æviskrár

500.000 kr. Félagið á Sturlungaslóð: Viðburðir og framkvæmdir á Sturlungaslóð

500.000 kr. Búminjasafnið Lindabæ ehf: Stofn- og rekstrarstyrkur

500.000 kr. Verslunarminjasafn Hvammstanga: Stofn- og rekstrarstyrkur

450.000 kr.  Fornverkaskólinn: Fornverkaskólinn 10 ára, námskeið og erlent samstarf

450.000 kr. Skúli Einarsson: Jólatónleikar Jólahúna 2017

450.000 kr. Helga Rós Indriðadóttir: Helg eru jól

450.000 kr.  Sönglög á Sæluviku: Hátíð í bæ – aðventutónleikar í Miðgarði og á Hofsósi

400.000 kr. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga: Húnavökurit 2017

400.000 kr. Skotta ehf.: Vegur 75 um Tröllaskarð   

400.000 kr. Listasafn Skagfirðinga: „Fyrsta umhverfing“ – samsýning listamanna á Sauðárkróki

400.000 kr. Skagafjarðarhraðlestin: Lummudagar í Skagafirði

400.000 kr. Kristín I. Lárusdóttir og Eysteinn P. Lárusson: Húnavaka á Blönduósi

400.000 kr. Jónsmessunefnd: Jónsmessuhátíð á Hofsósi

350.000 kr. Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga: Húni, 38. árgangur 2017

330.000 kr. Fjölnota: Fjölnota - markaðssetning

300.000 kr. Kristján Bjarni Halldórsson: Tvö verkefni: Hljóðræn ritlist b) Rafræn ritlist

300.000 kr. Sveitarfélagið Skagaströnd: Upplýsingaskilti um gömul/horfin hús á Skagaströnd

300.000 kr. Karlakórinn Heimir: Starfsárið 2017

300.000 kr. Karlakórinn Lóuþrælar: Vor- og jólatónleikar 2017

300.000 kr. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps: Bó og meira til

300.000 kr. Kvennakórinn Sóldís: Tónleikahald

300.000 kr. Skagfirski kammerkórinn: Lifað í ljóði – á venjulegum dögum og hátíðisdögum

300.000 kr. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga: Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð

300.000 kr. Leikfélag Hofsóss: Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman

300.000 kr. Frásaga áhugamannafélag: „Það gefur á bátinn“

280.000  kr. Lambagras: Gönguleiðsögn með kynningu á sögu og menningu á Hólum

250.000 kr. Jón Sigurðsson: Reynistaðarbræður

250.000 kr. Arnar Kjartansson: VSOT tónleikar 2017

250.000 kr. Þjóðleikur á Norðurlandi vestra: Leiklistarhátíð

200.000 kr. Gunnar Rögnvaldsson: Vinalegi vitinn – útgáfa barnabókar

200.000 kr. Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði: Söngstarf 2017

200.000 kr. Menningarfélag Húnaþings vestra: Söngvarakeppni Húnaþings vestra

200.000 kr. Alexandra Litaker: Líkamstjáning umvafin náttúru

150.000 kr. Sigvaldi Helgi Gunnarsson: Hraun um Hraun til Hrauna

100.000 kr. Grundarhópurinn: Listaflóð á Vígaslóð

 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði:

5.200.000 kr. Greta Clough: Handbendi brúðuleikhús

2.200.000 kr. Skrautmen: Skrautmen – vöruþróun og markaðsstyrkur

2.000.000 kr. Jóhanna og Jónssynir: Markaðssetning á hálsbindum úr fiskroði

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga