Ljósmynd: hunathing.is
Ljósmynd: hunathing.is
Fréttir | 17. febrúar 2017 - kl. 15:24
Samfélagsviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Í dag voru samfélagsviðurkenningar veittar á vegum fjölskyldusviðs Húnaþings vestra. Alls bárust ellefu tilnefningar til fjölskyldu- og félagsmálaráðs sem ákvað að veita þremur viðurkenningu að þessu sinni. Handhafi samfélagsviðurkenningar fær, auk viðurkenningarskjals, selshaus úr leir eftir leirlistakonuna Grétu Jósefsdóttur. Þau sem hlutu viðurkenningu að þessi sinni voru:

  • Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, kvenfélagið Björk og fleiri vegna kótelettukvölds í mars 2016.
  • Pálína Fanney Skúladóttir, kennari og organisti.
  • Laura Ann Howser, kennari.

Félagsmálaráð veitir samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra að jafnaði annað hvert ár. Veita má eina til þrjár viðurkenningar hverju sinni og var hún í fyrsta skipti veitt í febrúar 2015. Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsti eftir tilnefningum til samfélagsviðurkenninga fyrir árið 2016 í byrjun janúar síðastliðinn, frá íbúum sveitarfélagsins, um þá aðila sem þeir töldu eigi skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins í Húnaþingi vestra. Allir komu til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem höfðu með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga