Tilkynningar | 22. febrúar 2017 - kl. 15:08
Síðdegissamkomur í Húnabúð næstu miðvikudaga

Fundaröð um húnvetnsk fræði verður næstu vikur í Húnabúð – Skeifunni 11 í Reykjavík.

1. mars  Öskudagur kl. 17-19:
Lárus Ægir Guðmundsson kynnir 8 sögurit frá Skagaströnd sem hann hefur tekið saman og gefið út.
Tómas Gunnar Sæmundsson segir sögur af alþingismönnum Húnvetninga.
Sigurður Ágústsson: Myndir og minningar frá Blönduósi.

Bækur Lárusar Ægis, Föðurtún Páls Kolka, Héraðsstjórn í Húnaþingi, síðustu árgangar af Húnavöku og fleiri rit verða á boðstólum þar í Húnabúð.

8. mars kl. 17-19 „Skáldskapur þjóðarinnar": Jón Árnason og þjóðsagnasafn hans:
Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sagt verður frá þriggja ára rannsóknarverkefni sem styrkt er af Rannís og hefur að markmiði að fjalla ítarlega um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862–1864) og annað tengt efni.  Í því felst m.a. að búa til ítarlegt, aðgengilegt og notendavænt stafrænt gagnasafn með fræðilegri umfjöllun og beinum tengingum við önnur skyld gagnasöfn, bæði íslensk og erlend. Þar er um að ræða stafræn handrita- og bókasöfn, gagnagrunna og vefsíður. Hér verður sagt frá söfnuninni og útgáfunni en sjónum síðan beint sérstaklega að tengslaneti Jóns og samstarfsmanna hans, fólkinu sem sendi honum sögur, þeim sem sögðu sögurnar og þeim sem skrásettu þær. Vefsíða um Jón Árnason:  www.jonarnason.is.

Þórður Skúlason: Gnaddarinn

Jón Torfason: Steyputunna og brú – samantekt um brúna á Miðásavegi og tæknina við að hræra steypu á fyrri hluta aldarinnar.

15. mars kl. 17-19:
Sölvi Sveinsson fjallar um húnvetnska og skagfirska sagnaþætti.
Guðfríður Bóthildur Halldórsdóttir segir frá nöfnum sínum.
Húnakórinn syngur nokkur lög í fundarlok. Stjórnandi Eiríkur Grímsson

Aðgangseyrir verður 1.000 kr. og kaffi innifalið.

Húnvetningafélagið í Reykjavík, Sögufélagið Húnvetningur og U3A standa saman að þessari fundaröð.

Umsjón: Jón Eiríksson, Ingi Heiðmar Jónsson og Jón Björnsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga