Ljósm: atvinnuvegaraduneyti.is
Ljósm: atvinnuvegaraduneyti.is
Fréttir | 16. mars 2017 - kl. 14:23
Aðeins einn styrkur á Norðurland vestra

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun styrkja vorið 2017. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. Aðeins eitt verkefni er styrkt á Norðurlandi vestra. Bæta á aðgengis- og öryggismál á viðkvæmu og hættulegu svæði umhverfis Kolugljúfur í Vestur-Húnavatnssýslu.

Verkefnið er talið sérstaklega mikilvægt öryggismál á einum helsta ferðamannastað Norðvesturlands, þar sem brúnir gljúfursins eru sérlega varasamar. Styrkfjárhæðin nemur 14,8 milljónum króna.

Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að fjárhæð 60 milljónum til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.

Nánari upplýsingar

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga