Prjónagraff á Blönduósi. Ljósmynd: Facebook síða Prjónagraffara á Blönduósi
Prjónagraff á Blönduósi. Ljósmynd: Facebook síða Prjónagraffara á Blönduósi
Fréttir | 17. mars 2017 - kl. 16:44
Prjónagraffarar eru komnir á skrið

Prjónagraffarar hittust í Kvennaskólanum í gærkvöldi.

Þar var meðal annars farið yfir „lager-stöðuna“, þ.e. hvort eitthvað af stauraskrauti síðasta árs væri nýtilegt áfram.

Nóg er til af alls kyns garni og lopa frá síðasta ári. Ef einhverjir eru áhugasamir um að vera með og vantar band er tilvalið að kíkja á næsta hitting sem ákveðið var að hafa eftir tvær vikur, fimmtudaginn 30. mars.

Allir eru velkomnir, því fleiri því skemmtilegra.

 

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga