Fréttir | 18. apríl 2017 - kl. 16:22
Engin umferðaóhöpp um páskahelgina

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra um páskahelgina, frá miðvikudegi og fram á mánudag. Í tilkynningu frá lögreglunni, sem sagt er frá á vef Feykis, kemur fram að umferð hafi gengið óhappalaust fyrir sig. Engin umferðaóhöpp voru tilkynnt til lögreglu á umræddu tímabili. Lögreglan leiðir líkum að því að mikil sýnileg löggæsla og öflugt eftirlit hafi skilað áfallalausri páskahelgi í umferðinni á Norðurlandi vestra.

Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er apríl. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga