Frá Holtavörðuheiði síðasta vetur.
Mynd: Húnar
Frá Holtavörðuheiði síðasta vetur. Mynd: Húnar
Fréttir | 19. apríl 2017 - kl. 22:11
Snarvitlaust veður á Holtavörðuheiði

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna 30-35 ferðalanga sem hafa lent í vandræðum á Holtavörðuheiði. Haft er eftir lögreglunni á Blönduósi á mbl.is að heiðinni hafi verið lokað klukkan 20:30 í kvöld vegna óveðurs og fljúgandi hálku. Óvíst er hvenær hún verður opnuð aftur. Flutningabíll val á heiðinni og er bílstjóri hans á leiðinni á sjúkrahús með sjúkrabíl.

Þá kemur fram á mbl.is að þrjár til fjórar aðrar bifreiðar hafi farið út af veginum, auk þess sem aftanákeyrsla varð á heiðinni. Að sögn Jónasar Guðmundsonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa öll tilvikin verið á norðanverðri heiðinni.

Um 30 björgunarsveitarmenn hafa verið á vettvangi frá klukkan hálfátta í kvöld.  Jónas segir veðrið á norðanverðri heiðinni sé „snarvitlaust“ og að þar sé illstætt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga