Ljósm: FB/Húnar/Helga Rós
Ljósm: FB/Húnar/Helga Rós
Fréttir | 20. apríl 2017 - kl. 12:24
Umferðartafir á Holtavörðuheiði í dag

Á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við umferðartöfum á Holtavörðuheiði næstu klukkutímana vegna björgunar á flutningabíl sem fór útaf á heiðinni í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út á Holtavörðuheiði í gærkvöldi til að aðstoða um 40 manns í átta bílum sem sátu fastir á heiðinni. Um 30 björgunarsveitarmenn voru á vettvangi m.a. frá björgunarsveitunum, Húnum og Strönd og björgunarfélaginu Blöndu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga