Fréttir | 24. apríl 2017 - kl. 21:38
Kynning á heilsugildi kaldra baða

Benedikt Lafleur kynnir á morgun, þriðjudaginn 25. apríl, heilsugildi kaldra baða í krafti nýjustu rannsókna og 90 eininga MA verkefnis frá Háskólanum á Hólum sem heitir Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Kynningin fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og hefst klukkan 17:15. Boðið upp á rjúkandi kaffi. Ísgel verður jafnframt með kynningu á vörum sínum.

Þá mun fara fram kynning og skráning fyrir íslandsmeistaramótið í Ísbaði sem haldið verður þriðjudaginn 23. maí næstkomand klukkan 17:15. Skipulagning viðburðarins er í höndum Benedikts Lafleur og Róberts Daníels Jónssonar, forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Stuðningsaðilar eru Sundlaugin á Blönduósi, Ísgel ehf. og Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga