Ljósmynd: FB/James Kennedy
Ljósmynd: FB/James Kennedy
Ljósmynd: FB/James Kennedy
Ljósmynd: FB/James Kennedy
Fréttir | 03. maí 2017 - kl. 14:40
Allt er nú til... á Skagaströnd

Leiklistardeild Höfðaskóla hefur undanfarið unnið að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til (Anything goes) með tónlist eftir Cole Porter. Frumsýning fer fram föstudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 20 í Fellsborg. Leikarar í sýningunni eru nemendur í 8.-10. bekk og er leikstjóri Ástrós Elísdóttir. Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um ástina og örlög farþeganna.

Söngleikurinn er settur upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Ástrósar Elísdóttur, en hann hefur lengi þekkst erlendis undir nafninu Anything goes. Framleiðsla uppsetningarinnar er samkvæmt samkomulagi við rétthafa söngleiksins, TAMS-WITMARK MUSIC LIBRARY, INC. í New York. Höfundar texta eru Wodehouse & Bolton og Lindsay & Crouse (upphaflega), Crouse & Weidman (seinni útgáfa).

Á vef Höfðaskóla segir: „Kabarettstjarnan Nína Sveins gerir hosur sínar grænar fyrir hinum unga Bjössa Kristjáns, en hann hugsar ekki um aðra en Höllu Hjaltalín. Hann laumast um borð í farþegaskipið S.S. American til að reyna að koma í veg fyrir að Halla giftist lávarðinum Blængi Blandon, en þar sem Bjössi er með falsað vegabréf og þar að auki að skrópa í vinnunni mega hvorki yfirmaður hans né kafteinninn komast að því að hann sé á skipinu. Þar hittir hann fyrir ýmsa kynlega kvisti: aðalsfólk, mafíósa, sjóliða og fjárhættuspilara svo eitthvað sé nefnt. Sýningin er sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, stútfull af söng og dansi. Ekki missa af þessu!“

Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar:
Frumsýning: föstudagur 5. maí 2017 kl. 20:00
Önnur sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 14:00
Þriðja sýning: laugardagur 6. maí 2017 kl. 17:00

Sýnt í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn.

Miðaverð:
Grunnskólanemar: 1.000 kr.
Fullorðnir: 2.000 kr.

Leikarar eru:
Anita Ósk Ragnarsdóttir
Arna Rún Arnarsdóttir
Auðunn Árni Þrastarson
Ástríður Helga Magnúsdóttir
Benóný Bergmann Hafliðason
Birgitta Rut Bjarnadóttir
Bylgja Hrund Ágústsdóttir
Dagur Freyr Róbertsson
Freydís Ósk Kristjánsdóttir
Freyja Dís Jóhannsdóttir
Guðný Eva Björnsdóttir
Guðrún Helga
Hallbjörg Jónsdóttir
Haraldur Bjarki Guðjónsson
Hekla Guðrún Þrastardóttir
Ingólfur Eðvald Björnsson
Jóhann Almar Reynisson
Kristmundur Elías Baldvinsson
Laufey Lind Ingibergsdóttir
Leifur Örn Ragnarsson
Magnús Sólberg Baldursson
Ólafur Halldórsson
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir
Sveinn Halldór Hallgrímsson

 

Skrifað af: Ragnar Z. Guðjónsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga