Skjáskot FB/Höskuldur B.E.
Skjáskot FB/Höskuldur B.E.
Fréttir | 16. maí 2017 - kl. 09:16
Bílvelta við Hólabak

Bílslys varð í gær við Hólabak og voru fjórir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús á Akureyri. Að sögn lögreglu fór bíll yfir heimreiðina að Hólabaki, endastakkst og endaði á toppnum. Allir í bílnum voru fluttir á sjúkrahús en enginn slasaðist lífshættulega. Höskuldur Birkir Erlingsson, lögreglumaður á Blönduósi varð vitni af slysinu.

Höskuldur var að koma að sunnan á einkabíl sínum þegar hann dró upp lest með sex bílum við Staðarskála. Hann ók á eftir þeim norður og við Hólabak sér Höskuldur að ein bifreiðin sem hann er á eftir lentir utan vegar og veltur.

„Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112. Ég vonaði bara að sjúkraflutningamenn okkar væru enn við störf þar sem að þetta var stórt útkall og síðustu fréttir voru að illa gengi að fá stjórnvöld til að semja við þá ! En sjúkk... sem betur fer þá komu þessir toppmenn sem að við eigum fljótt og vel á vettvang og nú er næst að setja öll mín föt í þvott, því að ekki líta þau vel út!,“ sagði Höskuldur Birkir á Facebook síðu sinn í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga