Fréttir | 15. júní 2017 - kl. 09:14
Um 1200 mótmæla brottvikningu Kristjáns

Alls hafa 1178 manns tekið þátt í undirskriftarsöfnun til að mótmæla fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Undirritaðir skora á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afturkalla uppsögnina og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála. Undirskriftarsöfnunin hófst 5. júní síðastliðinn og verða undirskriftirnar afhentar í dag klukkan 13 í dómsmálaráðuneytinu.

Kristjáni var viki úr starfi af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 18. maí síðastliðinn án fyrirvara og var staða hans lögð niður. Kristján hafði starfað í 36 ár hjá lögreglunni og átti um eitt ár eftir í eftirlaun.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga