Fréttir | 15. júní 2017 - kl. 10:36
Kvennahlaup ÍSÍ framundan

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á sunnudaginn. Markmið hlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990. Árlega taka um 16 þúsund konur þátt í hlaupinu á um 90 stöðum hérlendis og um 16 stöðum erlendis. 

Þar sem Smábæjaleikarnir fara fram á Blönduósi um helgina verður hlaupið á Blönduósi fært til um einn dag. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 18 mánudaginn 19. júní. Þátttakendur fá glaðning frá Ölgerðinni, Nivea og  Sjóvá auk þess  sem Blönduósbær býður þátttakendum frítt í sund að hlaupi loknu og Kjörbúðin gefur hlaupurum ávexti.

Á Hvammstanga fer hlaupið fram sunnudaginn 18. júní og hefst við Íþróttamiðstöðina klukkan 11. Sama dag verður hlaupið á Borðeyri klukkan 11 við Tangahúsið.

Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er kr. 1.000 krónur og kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri. Innifalið er bolur og verðlaunapeningur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga