Ljósm: FB/Midfjardara lodge Iceland
Ljósm: FB/Midfjardara lodge Iceland
Fréttir | 16. júní 2017 - kl. 11:09
Miðfjarðará opnar með látum

Laxveiði hófst í Miðfjarðará í gær og fer veiðin af stað af miklum krafti. Alls veiddust 44 laxar sem er með því besta sem veiðst hefur á opnunardegi í ánni. Morgunvaktin skilaði 23 löxum og 21 lax veiddist á síðdegisvaktinni. Laxarnir veiddust á öllum svæðum og flestir voru þeir í stærri kantinum, vænir tveggja ára laxar um 85-93 sentímetrar að lengd. Mest veiddist á hitch.

Miðfjarðará var aflahæst húnvetnsku laxveiðiánna í fyrra, eins og árið áður en alls veiddust 4.338 laxar á tíu stangir úr ánni. Til samanburðar veiddust 6.028 laxar í Miðfjarðará sumarið 2015 sem var veiðimet.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga