Tilkynningar | 19. júní 2017 - kl. 09:13
Golfkennsla
Frá stjórn GÓS

Golfkennarinn John Garner kemur á Blönduós fimmtudaginn 22. júní. Golfklúbburinn ætlar að bjóða börnum og unglingum, 10 - 18 ára, upp á golfkennslu frá kl. 13.00 – 14.30 og 15.00 - 16.30.

Kennslan er bæði fyrir nýliða og lengra komna. Einnig stendur fullorðnum nýliðum til boða að fá kennslu, bæði einkatíma og hópkennslu.

Einkatímar – 8.000 kr. Innifalið í gjaldinu er 40 mínútna kennsla ásamt myndbandsgreiningu og leiðsögn.

Paratímar – 6.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 60 mínútur.

Hóptímar (4-6 í hóp) – 5.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 90 mínútur.

Við hvetjum alla sem eiga golfkylfur í bílskúrnum að dusta af þeim rykið og nýta þetta tækifæri. Einnig viljum við hvetja þá sem ekki eiga kylfur en hafa áhuga á íþróttinni að hafa samband en hægt er að fá lánaðar kylfur hjá klúbbnum.

John Garner hefur kennt víða og mun Svala konan hans vera honum til aðstoðar. Hann mun sinna kennslu fyrir golfklúbbinn í sumar.

Vinsamlegast hafið samband við Jóhönnu á netfangið jgjon@mi.is eða í síma 864 4846 fyrir skráningu og frekari upplýsingar. Skráningu lýkur miðvikudaginn 21. júní kl. 16:00.

Stjórn GÓS

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga