Frá skrúðgöngu á 17. júní. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Frá skrúðgöngu á 17. júní. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Gaman í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Gaman í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Bjarki Benediktsson ræðumaður dagsins. Ljósm: Berglind Björnsdóttir
Bjarki Benediktsson ræðumaður dagsins. Ljósm: Berglind Björnsdóttir
Friðrún Fanný Guðmundsdóttir fjallkona. Ljósm: Berglind Björnsdóttir
Friðrún Fanný Guðmundsdóttir fjallkona. Ljósm: Berglind Björnsdóttir
Fréttir | 19. júní 2017 - kl. 22:36
17. júní á Blönduósi

17. júní var haldinn hátíðlegur á Blönduósi líkt og undanfarna áratugi. Að vanda gengu bæjarbúar og nærsveitamenn í skrúðgöngu að Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem aðaldagskrá dagsins fór fram.

Ræðumaður dagsins var Bjarki Benediktsson frá Breiðavaði og fjallkona var Friðrún Fanný Guðmundsdóttir frá Gili í Húnavatnshreppi. Eftir að dagskránni lauk við félagsheimilið gátu þeir sem vildu farið að á kirkjuhólinn en þar var búið að koma upp sápurennibraut og höfðu börnin sérlega gaman að brautinni.

Það var Hestamannafélagið Neisti sem sá um dagskrá 17. júní eins og undanfarin ár.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga