Myndin er af vef Skagabyggðar, skagabyggd.is
Myndin er af vef Skagabyggðar, skagabyggd.is
Fréttir | 27. júní 2017 - kl. 10:56
Viðræður um kosti þess að sameina sveitarfélögin Skagabyggð og Skagafjörð

Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Hafa þau nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var á fundi ráðsins í síðustu viku.

Í bókuninni kemur fram að sveitarfélögin á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem áhuga hafa á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, eru boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga