Fréttir | 12. júlí 2017 - kl. 11:45
Starf leikskólastjóra Barnabæjar auglýst

Blönduósbær auglýsir á vef sveitarfélagsins laust starf leikskólastjóra í leikskólanum Barnabæ til eins ár en Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri, hefur óskað eftir árs leyfi frá störfum frá og með 15. ágúst næstkomandi. Barnabær er fjögurra deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 55-65 börn frá níu mánaða aldri. Elsti hópurinn er staðsettur í öðru húsnæði þar sem samstarf við grunnskólann er mjög gott og fer hópurinn einn dag í viku og tekur þátt í starfi grunnskólans með 1. bekk.

Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans. Hann ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld. Hann ber jafnframt ábyrgð á mannauðsmálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Um tímabundna ráðningu er að ræða vegna árs leyfis.

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst n.k.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara er skilyrði

  • Framhaldsmenntun og kennslureynsla á leikskólastigi er æskileg

  • Leiðtoga- og skipulagshæfni er æskileg

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

  • Sjálfstæði í starfi og hæfni til samstarfs er nauðsynleg

  • Þekking og/eða reynsla á rekstri og áætlanagerð er skilyrði

  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.

Umsóknafrestur er til 28. júlí næstkomandi.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast til Arnars Þórs Sævarssonar sveitastjóra á netfangið arnar@blonduos.is. Upplýsingar í síma 455-4700 eða á netfangið arnar@blonduos.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga