Húnabraut 33
Húnabraut 33
Fréttir | 13. júlí 2017 - kl. 22:00
Minnisvarði um mjólkurvinnslu á Blönduósi

Til stendur að reisa minnisvarða um mjólkurvinnslu á Blönduósi á lóð Húnabrautar 33. Minnisvarðinn verður strokkur sem áður var í notkun í mjólkurstöðinni. Húsið á lóðinni hýsti áður Mjólkursamlag Sölufélags Austur-Húnvetninga og síðar Mjólkursamsöluna. Vilko fluttu í húsið í byrjun ársins. Gert er ráð fyrir að minnisvarðinn verði í suðausturhorni lóðarinnar og svipi til minnismerkis við Mjólkursamsöluna á Selfossi.

Árið 1945 var farið að vinna að stofnun mjólkurbús á Blönduósi á vegum Sölufélags Austur-Húnvetninga. Bygging Mjólkursamlagsins hófst 1946 og tók það til starfa um áramótin 1947-48. Það var  fyrsta mjólkursamlagið hér á landi sem framleiddi þurrmjólk með valsaþurrkun. Mjólkursamlagið var selt til Mjólkursamsölunnar í júlí árið 1999. Mjólkurstöðinni var síðan lokað vegna hagræðingar í rekstri í lok árs 2008.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga