Fréttir | 13. júlí 2017 - kl. 17:44
Færri laxar veiðast en í fyrra

Laxveiðin í húnvetnsku ánum fór almennt líflega af stað í sumar en er þó nokkuð lakari miðað við sama tíma í fyrra. Smálaxinn virðist ekki vera að skila sér í árnar í þeim mæli sem veiðimenn óska. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði í helstu ám landsins hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarará sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst um 1300 laxar. Blanda er komin í 514 laxa en í fyrra höfðu veiðst 1077 laxar.

Laxa á Ásum er komin í 242 laxa sem er heldur meiri veiðin en á sama tíma í fyrra þegar 163 laxar voru komnir á land. Veiðst hafa 230 laxar í Víðidalsá en búið var að veiða 331 lax á sama tíma í fyrra. Vatnsdalsá er komin í 150 laxa saman borið við 292 laxa í fyrra. Hrútafjarðará og Síká eru komnar í 25 laxa og Svartá í 11 laxa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga