Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 09:59
Námsgögn og ritföng án endurgjalds í Blönduskóla

Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti án endurgjalds. „Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi,“ segir í fundargerð byggðaráðs.

Fram kemur í fundargerðinni að Ríkiskaup hafi ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla og að byggðaráðið haf samþykkti að taka þátt í því.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga