Fréttir | 29. júlí 2017 - kl. 14:11
60 ára vígsluafmæli Hvammstangakirkju

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar í hátíðarmessu í Hvammstangakirkju á morgun klukkan 14 í tilefni af 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Um altarisþjónustu sjá sr. Dalla Þórðardóttir prófastur Húnvetninga og Skagfirðinga, sr. Magnús Magnússon sóknarprestur á Hvammstanga auk fyrrverandi sóknarpresta við Hvammstangakirkju, þeirra sr. Pálma Matthíassonar, sr. Guðna Þórs Ólafssonar, sr. Kristjáns Björnssonar og sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar.

Kirkjukór Hvammstanga leiðir sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.

Að messu lokinni verður boðið upp á grillað húnvetnskt lambakjöt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga