Fréttir | 03. ágúst 2017 - kl. 13:30
Enginn sótti um starf skipulagsfulltrúa

Enginn umsækjandi var um starf skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar sem auglýst var í síðasta mánuði en umsóknarfrestur var til 23. júlí. Um var að ræða 20% starf til að stýra skipulagsverkefnum sveitarfélagsins. Byggðaráð hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir tímabundinni undanþágu til eins árs til ráðherra en samkvæmt skipulagslögum getur hann veitt tímabundna undanþágu ef ekki fæst réttindamaður í starfið.

Skal slík undanþága veitt til eins árs í senn og skal því aðeins framlengd að reynt hafi verið að fá starfsmann sem uppfyllir hæfisskilyrðin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga