Elín Jóna formaður byggðarráðs, Erla og Ína Björk úr dómnefndinni ásamt Sólrúnu og Mikael, Pétri og Ármanni syni Péturs. Ljósm. hunathing.is
Elín Jóna formaður byggðarráðs, Erla og Ína Björk úr dómnefndinni ásamt Sólrúnu og Mikael, Pétri og Ármanni syni Péturs. Ljósm. hunathing.is
Fréttir | 04. ágúst 2017 - kl. 14:09
Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi bæjarhátíðarinnar Elds í Húnaþingi laugardaginn 29. júlí síðastliðinn. Strandgata 2 á Hvammstanga fékk viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega einkalóð. Í umsögn dómnefndar segir að lóðin sé byggð á gömlum grunni, þar sem fléttist saman gamall trjágróður og ýmsar nýjungar og nútíma þægindi. Eigendur eru Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson.

Neðri-Torfustaðir í Miðfirði fékk viðurkenningu fyrir vel hirt sveitabýli. Í umsögn dómnefndar segir að þar séu mannvirki vel máluð og ásýndin og umhverfið snyrtilegt og stílhreint. Tvíbýlt er á jörðinni en sameiginlegur búskapur. Eigendurnir er annars vegar Bjarney ALda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason og hins vegar Benedikt Björnsson og Heiðrún Brynja Guðmundsdóttir.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra og þar segir að viðurkenningarnar beri þessum aðilum vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga