Fréttir | 08. ágúst 2017 - kl. 17:19
Sauðfjárslátrun á Blönduósi hefst 6. september

Sauðfjárslátrun SAH Afurða í sláturhúsinu á Blönduósi hefst 6. september næstkomandi og stendur til 27. október. Pantanir frá bændum þurfa að berast til sláturhússtjóra, Gísla Garðarssonar, í síðasta lagi 18. ágúst. Á vef SAH Afurða segir að félagið muni leggja mikla áherslu á hagræðingu til að lágmarka kostnað við slátrum. Verðið fyrir sauðfjárafurðir verður kynnt er nær dregur hausti. Félagið óskar eftir góðri samvinnu við bændur svo þjónusta við innleggjendur verði sem best.

Á vef SAH Afurða kemur fram að ef vikur yfirbókast verður að færa til slátrun til að jafna álagi. Eftir að sláturtíminn hefur verið fullbókaður með þessum hætti verður raðað niður á sláturdaga innan hverrar viku og tekið tillit til óska eftir föngum, flutningstækja og ferða á svæði. Það er mjög mikilvægt að fjöldi sem pantað er standist. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að taka við nýjum innleggjendum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga