Eric Clapton í Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá
Eric Clapton í Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá
Fréttir | 10. ágúst 2017 - kl. 11:24
Clapton með stærsta lax sumarsins í Vatnsdalsá

Laxveiði í húnvetnskum á gekk þokkalega síðastliðna viku en skilyrði til veiða voru betri en vikuna á undan. Í Miðfjarðará gengur veiðin vel en hún er komi yfir 2000 laxa markið en alls hafa veiðst 2173 laxar og var vikuveiðin 321 lax. Laxá á Ásum er komin með meiri veiði nú en allt síðasta sumar. Búið er að veiða 637 laxa í ánni á fjórar stangir sem af er sumri en í fyrrasumar veiddust 620 laxar á tvær stangir. Blanda er komin í 1219 laxa og var vikuveiðin 145 laxar. Vatnsdalsá er komin í 424 laxa og á tónlistarmaðurinn Eric Clapton hlutdeild í aflanum. Veiðst hafa 482 laxar í Víðidalsá, 112 í Hrútafjarðará og 63 í Svartá.

Eric Clapton veiddi stærsta lax sumarsins í Vatnsdalsá. Hængurinn var 105 sentímetrar að lengd og tók um 40 mínútur að landa honum. Clapton hefur veitt í húnvetnskum laxveiðiám í fjölda ára. Hann hefur veitt í Vatnsdalsá frá árinu 2009 en árin þar á undan stundaði hann veiðar í Laxá á Ásum. Í fyrra krækti hann líka í stærsta lax sumarsins í Vatnsdalsá og var hann með líklega með þeim stærri á Íslandi það sumarið. Um var að ræða 108 sentímetra langan lax sem vó um 30 pund og tók um tvær og hálfa klukkustund að landa fiskinum.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga