Fréttir | 14. ágúst 2017 - kl. 15:03
Félagsmót Neista á laugardaginn

Félagsmót Hestamannafélagsins Neita verður haldið á Blönduósi laugardaginn 19. ágúst. Keppt verður í A og B flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki, tölti og 100 metra skeiði. Bryddað verður upp á þeirri nýjung að bjóða upp á keppni í C flokki. Skráningargjöld eru kr. 3.000 í A og B, ungmennaflokki og tölti en 2.500 í aðrar greinar og flokka.

Allar keppnisreglur má nálgast á www.lhhestar.is. Mótið hefst klukkan 10:00. Boðið verður upp á hressingu í hádeginu. Félagar sem hafa tök á að starfa við mótið vinsamlegast setji sig í samband við mótanefnd (Valur, Jonni, Höddi, Siggi og Davíð). Skráning fer fram á Sportfeng og þarf að vera lokið fyrir miðnætti á fimmtudaginn 17. ágúst næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga