Tilkynningar | 07. september 2017 - kl. 16:25
Íbúakönnun í Austur-Húnavatnssýslu
Frá Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún.

Ferðamálafulltrúi og Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu óska eftir þátttöku íbúa í könnun þar sem leitast verður eftir að kanna afstöðu heimamanna til ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu. Upplýsingarnar munu nýtast í skipulagsvinnu og þróun ferðaþjónustu á svæðinu.

Könnunin er nafnlaus og tekur eingöngu örfáar mínútur, hvetjum við því alla sem eru 18 ára og eldri til þess að taka þátt.

Taka þátt í íbúakönnun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga