Fyrri mynd
NŠsta mynd
...
H˙nahorni­
Open Menu Close Menu
H˙nahorni­
Þriðjudagur, 23. janúar 2018
ANA  6 m/s
3░C
Landbankinn
huni.is - RSS-efnisveita
 
┴ d÷finni
Jan˙ar 2018
SMŮMFFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriN˙naNŠsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 13:00 ANA 6  3░C
Reykir í Hr 13:00 ANA 5  2░C
Reykjavík 13:00 A 3  3░C
Akureyri - 13:00 NA 4  3░C
Egilsstaðaf 13:00 NNA 10  0░C
Haugur 13:00 A 12  2░C
Holtavörðuh 13:00 A 15 0░C
Þverárfjall 13:00 ANA 15  0░C
Laxárdalshe 13:00 A 3  0░C
Brúsastaðir 13:00 A 10 4░C
Vegagerðin
Holtav÷r­uh. 13:30 A 16 -0░C
Laxßrdalsh. 13:30 ANA 7 1░C
Vatnsskar­ 13:30 NA 12 1░C
Ůverßrfjall 13:30 ANA 12 0░C
Kjalarnes 13:30 A 6 3░C
Hafnarfjall 13:30 NNA 6 5░C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
10. janúar 2018
Janúarnöldur
Gleðilegt ár og þökk fyrir samfylgdina árið 2017. Það er ekki annað hægt að segja en s.l. ár hafi verið gott fyrir okkur Húnvetninga. Marga góðviðriskafla áttum við en ekki minnist ég neinna óveðra á árinu. Húnvetningar lögðust margir hverjir í ferðalög eins og landsmenn almennt og sumir muna ekki einu sinni hvað margar utanlandsferðir þeir fóru í á liðnu ári.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita Ý netfangaskrß
 
21. janúar 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
21. janúar 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. janúar 2018
Eftir Björn Þór Kristjánsson
08. janúar 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. janúar 2018
07. janúar 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
30. desember 2017
Eftir Guðjón S. Brjánsson
23. desember 2017
FrÚttir | 10. september 2017 - kl. 12:10
Hvatning um fræsöfnun

Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2017 fjallaði ein ályktun fundarins um að gert yrði sérstakt átak nú á haustdögum í fræsöfnun á birkifræi. Stjórn félagsins hvetur öll aðildarfélög til þess að efna til átaks og nýta haustdaga framundan og leggja kannski ekki síst áherslu á Dag íslenskrar náttúru, þann 16. september n.k. Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags Austur-Húnavatnssýslu vill koma þessu á framfæri og má skila fræjum til hans á Heiðarbraut 14 eftir 26. september.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktina, Landgræðsluna, Yrkjusjóð, Endurvinnsluna og fleiri aðila. Mikið fræ er á birki víða um land og tækifæri til að safna miklu magni eftir þetta hlýja sumar. Fræinu mætti dreifa á skógræktarsvæði eða senda til Hekluskógaverkefnisins, eða sambærilegra verkefna í öðrum landshlutum, sem gætu séð um að dreifa fræinu á hentug lönd. Endurvinnslan er klár í móttöku á fræi og Hekluskógar, Landgræðslan og Skógræktin gætu séð um að dreifa fræi á hentug svæði í öllum landshlutum.

Söfnun og sáning á birkifræi

Í stuttu máli

  • Best er að safna birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október. Eða svo lengi sem frækönglar eru á birkitrjánum.
  • Að nota ílát sem binda má framan á sig, svo báðar hendur séu lausar í fræsöfnunina eða nota stóra höldupoka.
  • Að velja falleg tré til að safna af.
  • Annað hvort má þurrka fræið í kaldri geymslu og geyma það svo þurrt í kæliskáp, eða sá því beint fljótlega eftir að því hefur verið safnað.
  • Að velja sáningarstaði á hálfgrónu landi, t.d. vaxna þunnu mosalagi eða þar sem gróðurhula hefur verið skafin af. Ekki sá fræinu beint í lausasand, ógróna mela eða vikra, né mjög grösugt eða land vaxið þykkum mosa.
  • Ekki skal hylja fræ með jarðvegi, en gott er að þjappa því niður í svörðinn t.d. með því að stíga það niður. Einnig má hylja sáningarsvæði með þunnu lagi af heyji eða húsdýraáburði.
  • Gott er að blanda fræinu saman við mold úr gömlum skógum t.d. birki-, furu- eða greniskógum til að fá svepprótina með fræinu. En svepprætur eru nauðsynlegar trjáplöntum til að ná vatni og næringu úr jarðvegi.
  • Hvar er hægt að afhenda birkifræ. Á Reykjavíkursvæðinu tekur Endurvinnslan ehf. á móti fræjum í endurvinnslustöðvum að Knarrarvogi 4, Dalvegi 28 og Hraunbæ 123. Skógræktin og Landgræðslan taka einnig við fræi í öllum starfsstöðvum um land allt.
H÷f. asgeirh
Til baka
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
25. september 2017
Hjá rakaranum
Ungur drengur gengur inn á rakarastofu. Þegar rakarinn sér hann hvíslar hann að viðskiptavininum. äÞetta er heimskasti krakki í heiminum. Sjáðu, ég skal sanna það fyrir þér.ôá
::Lesa
©2018 H˙nahorni­