Fréttir | 20. september 2017 - kl. 10:15
Opinn fundur ferðaþjónustunnar í A-Hún.

Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu ásamt ferðamálafulltrúa boða til opins fundar á Blönduósi, mánudaginn 25. september næstkomandi þar sem tekin verða fyrir hin ýmsu málefni þar á meðal niðurstöður þjónustukönnunar frá árinu 2016, tölur um fjölda ferðamanna sem heimsóttu Upplýsingamiðstöðina í Hnjúkabyggð liðið sumar og einnig niðurstöður íbúakönnunar. Fundurinn verður haldinn á B&S Restaurant klukkan 16:30-18:30.

Samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálastofu DMP (destination management plan) eða Stefnumarkandi stjórnunaráætlun verður kynnt og aðkoma sýslunnar að því.

Ferðamálafélagið og ferðamálafulltrúi vilja brýna fyrir aðilum sem koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt að mæta á fundinn og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Í lokin verður opið fyrir umræður og væri tilvalið ef ferðaþjónustuaðilar segðu frá störfum sumarsins og jafnvel segja frá nýjungum fyrir komandi starfsár.

Ferðamálafélag býður upp á kaffi og köku.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga