Fréttir | 06. október 2017 - kl. 14:25
Kórar Íslands á Stöð 2
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps keppir sunnudaginn 8. október

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps tekur þá í keppninni um kór Íslands í þáttaröðinni „Kórar Íslands“ sunnudagskvöldið 8. október í beinni útsendingu á Stöð 2. Þátturinn hefst kl. 19:10 og er þáttarstjórnandi Friðrik Dór Jónsson en dómarar eru þrír þau: Ari Bragi Kárason, Kristjana Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir.

Þátturinn á sunnudaginn er númer þrjú í röðinni en fyrstu fimm þættirnir eru einskonar undankeppni og komast tíu kórar áfram í undanúrslitin. Síðan verða tveir þættir til að skera hópinn niður í fjóra kóra sem keppa til úrslita sunnudaginn 12. nóvember.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga