Skjáskot úr þættinum um Kóra Íslands á Stöð2.
Skjáskot úr þættinum um Kóra Íslands á Stöð2.
Fréttir | 09. október 2017 - kl. 14:59
Þjóðin kaus Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram í símakosningu

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps tekur þátt í skemmtiþættinum Kórar Íslands sem sýndur er á sunnudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Kórinn kom fram beinni útsendingu í þriðja þættinum í gærkvöldi og flutti lagið „Í fjarlægð“ undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Auðvitað stóð kórinn sig frábærlega og þjóðin kaus hann áfram í símakosningunni, sem þýðir að Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps verður með í úrslitum í keppninni um Kóra Íslands.

Hér má sjá umfjöllun um kórinn og frammistöðu hans í gærkvöldi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga