Blönduskóli nýmálaður
Blönduskóli nýmálaður
Fréttir | 11. október 2017 - kl. 11:17
Farið yfir framkvæmdir ársins

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var farið yfir stöðu framkvæmda á árinu. Fram kom að verið sé að ljúka við að mála Blönduskóla og við gerð leiksvæðis við skólann, endurnýjun gangstétta, gluggaskipti í Hnjúkabyggð 27 og standsetningu einnar íbúðar í húsinu. Einnig er verið að vinna í endurnýjun heimtauga hjá vatnsveitu og endurbótum á húsnæði Þjónustumiðstöðvar. Þá er fyrirhugað að fara í uppsetningu rotþróar í dreifbýli og yfirlögn með klæðningu á hluta af Aðalgötu. Auk þess er verið að skoða undirbúning framkvæmda við eldhúsálmu og í bíósal Félagsheimilisins.

Fram kom á fundinum að hætt hafi verið við framkvæmdir við Hrútey á þessu ári þar sem enginn styrkur kom frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga